Úrval - 01.05.1963, Side 120
128
ÚR VAL
Sharon orðin alvarlega áhyggju-
full. Hún vissi ekki þá, að Gale
Good og Roger Morris lágu hjálp-
arvana niðri í 80 feta jökul-
sprungu meðan maður hennar
dróst áfram særður og með
erfiðismunum yfir kaldan og
hálan jökulinn í leit að hjálp.
Mendenhalljökullinn er uppá-
haldsstaður allra ferðamanna í
Alaska, og er það fyrst og fremst
vegna þess, hve auðvelt er að
komast upp að honum. Vegur-
inn frá Juneau liggur næstum
alla leið að jöklinum.
Þegar mennirnir þrir höfðu
ekið að leiðarenda, gengu þeir
beint til verks og stefndu á
þverhníptan jökulinn, sem
gnæfði 200 fet yfir höfðum
þeirra. Þeir voru undir allt
búnir, voru iklæddir fjaRgöngu-
stígvélum og léttum göngublúss-
um. Þcir höfðu meðferðis lang-
an nælonkaðal í öryggisskyni,
enda vissu þeir mætavel að jök-
ullinn gat verið hættulegur yfir-
ferðar, þar eð hann var þakinn
djúpum sprungum, og þurifti
því að gæta ítrustu varkárni.
Þeir lögðu upp á jökulinn og
þegar þeir voru komnir upp á
hæð nokkra á suðurenda hans,
bundu þeir kaðalinn um mitti
sér, festu ísbrodda á skóna og
lögðu leið sína yfir hina þöglu
og víðáttumiklu ísbreiðu.
Það ríkir næstum óhuganleg
þögn uppi á jöklum; dauða-
þögn, sem minnir ískyggilega
á þá staðreynd, að þar finnst
ekkert líf. Einstaka sinnum —
með löngu millibili, lætur jökull-
inn til sín lieyra; það losnar
einhvers staðar stór isspöng og
ryðst um með þungum skruðn-
ingi, svo að undir tekur í jökl-
inum. Það er eins og þetta
draugalega hljóð komi frá ann-
arri veröld.
Alls staðar umhverfis þá har
að lita undarlegar höggmyndir
ísa, sem voru eins og ævintýra-
hallir í glampandi sólskininu.
Það var dýrðleg sjón, sem hvergi
á sér stað nema innan um ís-
breiður jökullandanna.
Eins og oft vill brenna við í
suðausturhluta Alaska, breyttist
veðrið mjög skjótlega. Hann fór
að rigna. Gale leizt ekki á hlik-
una, og stakk upp á að þeir
sneru til baka. En Jerry lang-
aði til að lclífa næsta tind. „Bara
einn til og svo förum við heim.“
Yzt á jökulhrúninni lá djúp
og skuggaleg jökulsprunga. Þetta
var stærsta sprungan, sem þeir
höfðu séð til þessa, og Jerry
stakk upp á að þeir rannsökuðu
hana nánar. Hann kvaðst sjálfur
mundi fara fyrst út að brúninni
meðan hinir héldu í kaðalinn.
Þetta gekk allt að óskum og
þegar leiðangri hans var lokið,
var röðin komin að Roger. Þá