Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 121
MAÐURINN Á JöKLINUM
129
skeði það. Þegar Roger var kom-
inn nokkur skref í áttina að
sprungunni, missti hann fót-
festu og steyptist á höfuðið.
Gale og Jerry gripu strax dauða-
haldi í kaðlana, cn á næsta
augnabliki hékk Roger í lausu
lofti fyrir neðan sprungubarm-
inn. Enginn mælti orð af vörum.
Það var kominn hálka af rign-
ingunni og erfitt að fóta sig.
ísgaddar Gales fóru að rcnna
til og hann gat ekki náð fótfestu
í hálkunni. Árangurslaust reyndi
hann að stinga göddunum í ísinn
en allt kom fyrir ekki. Að lokum
gaf ísinn alveg undan göddum
hans. Á sama augnabliki gaf
Roger frá sér örvæntingaróp og
féll niður i sprunguna. Við það
kipptist Gale harkalega til. Því
næst varð hann þess var, að
höfuð hans skelltist á fjarri
hlið sprungunnar. Svo féll Iiann
niður í liið óendanlega dýpi.
Þegar hann loks nam staðar
lá hann niðri i krapaleðju neðst
i sprungunni.
Það var Roger, sem hjálpaði
honum á fætur. Þögulir og
skelfdir störðu ungu mennirnir
hvor á annan niðri í grárri
skímu jökulsprungunnar. Gale
verkjaði í hendurnar sem allar
voru skrámugar og skornar, og
hann sá blóð vella úr andliti
Rogers. í örvæntingu sinni tóku
þeir að kalla nafn Jerrys. Raddir
þeirra bergmáluðu i íshvelfing-
unni og íshröngl fossaði yfir þá.
Þegar Gale losaði kaðalinn af
mitti sér varð hann þess var,
að hinn endi kaðalsins var laus.
Kaðallinn var slitinn! Mennir-
nir störðu hvor á annan, ráð-
þrota og skelfdir.
Þótt undarlegt megi virðast
hafði Jerry Dove ekki fallið ofan
í sprunguna. Við fall mannanna
tveggja, rykkti kaðallinn af svo
miklu afli í Jerry, að hann flaug
yfir jökulsprunguna og hafnaði
á barmi hennar hinum megin.
Þar féll hann í öngvit, dróst
aftur í áttina að sprungunni,
en hafnaði á hak við ísspöng
og lá þar skorðaður. Kaðall-
inn hafði gefið eftir. Þegar
hann komst til meðvitundar,
heyrðist honum einhver kalla á
sig. Hann fann til sársauka í
líkamanum og sá að hann var
ökklabrotinn. Hann kallaði á
vini sína og spurði, hvort þeir
heyrðu til hans.
Þegar mennirnir tveir heyrðu
rödd Jerrys ofan af gjárbarm-
inum, fannst þeim að vonum
þeim vera borgið. Kölluðu þeir
til hans og báðu hann að sækja
hjálp hið bráðasta.
I örvæntingu sinni svaraðí
Jerry „Ég get það ekki, ég er
fótbrotinn. Ég kæm,ist aldrei
niður að veginum hjálparlaust.“
„Hertu upp hugann og reyndu