Úrval - 01.05.1963, Síða 126
134
ÚR VAL
um, en það eru kjarnar þyngri
frumefna, lithium, köfnunar-
efnis, járns. Þessar agnir eru svo
smáar, aS ætti að bera saman
við sandkorn, myndu agnir þær
vera sem þaö sandkorn í saman-
burði við hnöttinn okkar. Sum-
ar þessar agnir geyma i sér
ofsalega orku, nægilega til þess
að bræða þetta sandkorn.
Eðlisfræðingarnir tóku til að
spyrja fjölda spurninga, strax
og þeir uppgötvuðu þetta. Hvers
vegna er straumur þessara geim-
agna myndaður einmitt af þess-
um frumefnum? Hvernig eru
agnirnar lagaðar? Hvernig starf-
ar hinn óheyrilega sterki raf-
ah, sem hefur framleitt þessa
geimgeisla í þúsundir milljóna
ára? Hvaðan kemur sú orka, er
knýr agnir þessar?
Vísindamenn hafa enn ekki
fundið nægilega greinileg svör
við öllum þessum spurningum.
Þeir geta aðeins fullvissað okk-
ur um, að geimgeislar komi úr
sólkerfi okkar, úr okkar eigin
stjörnu, og að uppruni þeirra
standi ef til vill i tengslum við
sprengingu „supernova“-stjarna
og að hluti þessa straums berist
okkur frá næstu stjörnu, sól-
inni.
Ekki er ennþá hægt að sjá fyr-
ir nein hagnýt not af geimgeisl-
um, en það leikur enginn vafi
á því, að athugun þeirra kemur
okkur að gagni á tvennan hátt.
Þessi athugun veitir fyrst og
fremst visindamönnum betri
innsýn i leyndardóma alheims
vors og einnig í dvergheim fruin-
eindanna. Til þess að öðlast
betri þekkingu á þessum frum-
efnaöngum og frumeindakjörn-
um, verða vísindamennirnir að
komast nákvæmlega að því, hvað
gerist, þegar árekstrar verða
milli agna, sem hreyfast með
geysilegum hraða og búa þvi yf-
ir ofsalegri orku. Því hafa ver-
ið búnar til risavaxnar vélar
(acceleratorar), sem knýja agn-
ir áfram með hraða, sem nemur
10 biiljónum electron-volta (t.
d. i kjarnorkurannsóknastöðinni
í Dubna i Sovétríkjunum), 29
billjónum electronvolta (Cern,
Evrópumiðstöð kjarnorkurann-
sókna, stofnuð af UNESCO og
staðsett í Sviss) eða 33 billjón-
um electron-volta (í Brookhaven
í Bandaríkjunum). Enn sterkari
„acceleratora“ er nú verið að
byggja. En hvorki þær vélar,
sem þegar hafa verið búnar til,
né þær, sem nú eru i smíðum,
er hægt að bera saman við hina
óþekktu orkuvél geimsins.
í geimstraumnum fyrirfinn-
ast agnir, sem búa yfir orku,
sem er hundruðum milljóna
sinnum meiri en orka sú, sem
fæst í vélum þessum. Þetta eru
agnirnar, sem eðlisfræðingarnir
I