Úrval - 01.05.1963, Síða 128
136
U R VA L
vissulega örlegaþrunginn fyrir
kjarnann. Segja má, að kjarninn
sjjringi í lofti upp að vissu leyti.
Smábrot úr lionum, það er agn-
irnar, sem hann samanstendur
af, fljúga í allar áttir. Þær rek-
ast siðan á aðra kjarna og valda
ótal öðrum sprengingum, þótt
kraftur hverrar eftirfarandi
sprengingar minnki hlutfalls-
lega. Þetta er kölluð keðjuverk-
un. Agnirnar, sem þannig mynd-
ast, eru likt og snjóskriða. Þeim
fjölgar stöðugt, þangað til þær
ná loks til yfirborðs jarðar.
Hin hraðfara ögn utan úr
geimnum, sem kom þessari
keðjuverkun af stað, bcrst því til
jarðar í fylgd með ótal „afkvæm-
um“ sínum, og nemur sú tala
stundum þúsundum milljóna og
þekur nokkrar fermílur. ESlis-
fræðingar kalla þessa strauma
„geislaskúrir“.
Kraftur þessara nýju geisla
(1). e. þeirra, sem mynduðust
við áreksturinn), er slikur, að
ein ögn fer í gegnum hvern fer-
sentimetra á sekúndu hverri í
hæð, sem miðast við yfirborð
sjávar eða a. m. k. ekki langt frá
þeirri hæð, skella á okkur
geimagnir svo þúsundum skiptir
á sekúndu liverri, er smjúga inn
í okkur. Á þeim milljónum ára,
sem lífið hefur þróazt á jörð-
inni, hafa jurtir, dýr og menn
„vanizt“ ögnum þessum. Líf-
fræðingar álita jafnvel, að geim-
geislar séu þýðingarmikill þátt-
ur í þróun tegundanna. Þeir
álíta, að áhrif þeirra á erfðirn-
ar hafi valdið stökkbreytingum
eiginleikanna og þannig aðstoð-
að við úrval náttúrunnar.
Öld geimeldflauga og gervi-
hnatta markar nýtt stig i athug-
un geimgeislanna. Nú liefur eðl-
isfræðingum tekizt að senda
tæki sín út í geiminn. Belti
hraðfara agna hafa fundizt. Um-
lykja þau jörðina. Eitt slíkra
belta . er i 600—1500 kílómetra
hæð (370-í—1300 mílna, miðað við
yfirborð jarðar, og önnur eru
miklu hærri, þ. e. í um 12.000—
60.000 kílómetra hæð (7.450—
37.000 mína). Þau hafa verið
nefnd innri og ytri geislunar-
beltin. Þau hafa myndazt og
þeim er haldið við af jarðsegul-
svæðinu. Rannsókn á þessu sviði
hefur verið framkvæmd undir
yfirstjórn S. N. Vernovs prófess-
ors i Sovétríkjunum og dr.
James A. Van Allen i Bandaríkj-
unum.
Agnir, sem innihalda tiltölu-
lega litla orku, þ. e. þær sem
innihalda minna en 10 billjón
electron-volta orku, (þ. e. svip-
aða orku og okkur tekst að fá í
vélum okkar), lenda i „neti“
segulsvæðisins og snúast svo
umhverfis jörðu eftir gormlaga
slóð. Þegar þær nálgast heim-