Úrval - 01.05.1963, Side 129
GEISLAR UTAN UR GEIMNUM
137
skautasvæðin, þar seni segul-
svæðið er sterkara, endurkast-
ast skin þeirra sem Ijósgeislar
frá spegli, og þá þjóta þær aftur
til hins heimsskautsins. Rúmið,
sem þær hreyfast í, er að vissu
leyti tóm, og því er þar ekkert,
sem hindrar hreyfingar þeirra,
og þær eyða því lítilli orku.
Þess vegna geta þær í'arið slík-
ar ferðir á milli heimsskautanna
svo milljónum skiptir. Þær geta
ekki þotið aftur út í geiminn,
vegna þess að segulsvæðið held-
ur þeim föstum. Það er þvi líkt
og þær séu veiddar í „gildru“ í
nálægð jarðar. Neðri brún efra
beltisins nálgast jörðu yfir
heimsskautunum báðum, og þar
veldur hún þeim fyrirbrigðum,
er norðurljós nefnast (Aurora
Borealis), segulstormar og út-
varpsbylgjutruflanir.
Mannsins bíða ótal hættur úti
í geimnum og í námunda við
aðra „heima“. Ein þeirra er
kjarnageislunarsjúkdómar. Flug
gegnum geislun arbelti mun
verða hættulegt. Líklega eru
svipuð belti umhverfis aðra
hnetti, sem hafa sin segulsvæði.
Við vitum nú, að geislabeltin
teygjast inn á við í áttina til
heimskautanna, líkt og yfirborð
eplis í áttina til leggsins, sem
það hangir á. Því má skoða
heimsskautin sem nokkurs kon-
ar keilumyndaðar „trektir", og
þaðan má því skjóta eldflaug-
um án hættu, því að þannig er
hægt að forðast geislunarbeltið.
Við vitum einnig, að til eru
svæði úti í geimnum, sem hafa
að geyma segulsvæði. Þar hlýt-
ur einnig að búa samsafn geim-
agna. Mögulegt er, að ský geim-
agna, sem handsamaðar hafa
verið af segulsvæðum, séu á
sveimi úti i geimnum. Ef eld-
flaug myndi af tilviljun fara í
gegnum slíkt ský, kynni áhöfn
þess að deyja úr geislunarsjúk-
dómum. Þegar eldflaug hreyfist
með miklum hraða utan þessara
skýja, mun fjöldi árekstranna
við geimagnir og orkan frá þeim
árekstrum þar að aulci vaxa
geysilega. Hylki eldflaugarinnar
mun því einnig taka að senda
frá sér mjög sterka geisla.
Þetta eru fyrirbrigði, *sem
rannsaka verður, svo að nauð-
synlegar varúðarráðstafanir
megi gera. Því er það þýðingar-
mikið að rannsaka segulsvæði
annarra hnatta ásamt geislunar-
beltum þeirra til þess að finna
„trektir", sem munu tryggja það,
að flugskeyti í hugsanlegri lend-
ingu, muni losna við geislun.
Hingað til hefur eingöngu farið
fram slík mæling, er beinist að
næsta nágranna okkar, tungl-
inu. Upplýsingar, sem fengizt
hafa frá sovézkum eldflaugum,
sýna, að tunglið hefur ekkert