Úrval - 01.05.1963, Síða 130
138
Ú R VA L
segulsvæði og engin geislunar-
belti.
Það er mögulegt, að við mun-
um bráðlega verða margs vísari
um aðra hnetti, svo sem Marz
og Venus, einkum um segulsvæði
þeirra, og munum þá geta byrj-
að vinna að fyrstu áætluninni
um örugga lendingu á yfirborði
þeirra (UNESCO).
V
Talið er að kjarnorkusprengingar í háloftunum valdi hinum
miklu vetrarkuldum víða um heim. — Ummæli forstjóra
Veðurfræðistofnunar U.S.A.
1 OPINBERUM fréttum frá Veðurfræðistofnun Bandaríkjanna
i Denever, Colorado, er þetta sagt: Dr. Irving P. Kirck, forstjóri
stofnunarinnar fullyrðir, að hinar kjarnorkumögnuðu tilrauna-
sprengingar í efri hluta andrúmsloftsins valdi hinu algerlega ó-
venjulega (óeðlilega) vetrarveðri, sem þjáð hefur Evrópu og
Bandaríkin undanfarna mánuði.
Einhver óeðlileg (óvenjuleg) utanaðkomandi áhrif — og þá
sennilegast kjarnsprengjutilraunirnar miklu — hafa breytt bæði
stefnu og hraða hins svonefnda „þotu-straums“ (,,jet-straums“),
hins sístöðuga loftstraums umhverfis jörðina frá vestri til aust-
urs í 30.000—50.000 feta hæð. Dr. Kirck telur, að hið eðlilega
geislabelti andrúmsloftsins sé orðið magnað af kjarnorkuspreng-
• ingum, og að þetta hafi svo haft áhrif á „þotustrauminn".
1 stað þess að fara umhverfis jörðina mjög nærri heimsskaut-
inu á norðvestur hluta hnatthálfunnar, myndar loftstraumurinn
nú bjdgjuhreyfingu, sem veldur áhrifum allmiklu lengra suður
á bóginn en venjulega, Þannig að t. d. California, Texas, Florida,
Júgóslavia, Hellas (Grikkl.) og Búlgaría hafa raunverulegt vvetr-
arveður, en hin norðlægari lönd Evrópu og Ameríku hafa ó-
venjulega kulda um þetta leyti árs. Aukinn hraði „þotu-straums-
ins“ veldur því, að kalda loftið þrýstist svo hratt suður á bóginn,
að það nær eigi að hlýna á leiðinni.
Dr. Kirck fullyrðir, allhreykinn, að þessi breyting sé í sam-
ræmi við tveggja ára rannsóknir og athuganir á veðurfræðistofn-
un sinni. Um þær mundir spáði stofnunin langvarandi þurr-
viðriskafla (þurrka-) og þar næst miklum kuldakafla um 1962—
’63. Hann telur annars, að veðurlagið (veðráttan) muni breytast
rækilega, þegar kemur fram í febrúar, og þá muni tæplega
framar koma svo áköf kuldastökk (hitafall) sem hingað til í
vetur. („Dagbladet").