Úrval - 01.05.1963, Side 131
139
Sv<?a eR 1* i^lÐ
Læknirinn gekk út úr herberg-
inu, þar sem sjúklingurinn lá og
sagði við eiginmanninn, sem beið
þar áhyggjufullur, „Ég er alls ekki
ánægður með hvernig konan yðar
lítur út.“
„Ef ég, á að vera alveg hrein-
skilinn," svaraði eiginmaðurinn,
„þá er ég það ekki heldur, en hún
annast mjög vel um mig og krakk-
ana.“
—n
Ég sat við hliðina á roskinni
konu í flugvélinni. Það var dimmt
úti, og konan, sem sat við glugg-
ann starði án afláts á ijósið á
vængnum, sem slokknaði og kvikn-
aði á vixl. Loks hringdi hún á
flugfreyjuna og sagði: „Mér þykir
leitt að vera að ónáða yður, en
viljið þér ekki segja flugmannin-
um að hann hafi gleymt stefnu-
ljósinu á.“
—□
Þið hafið kannske heyrt söguna
um Ólaf Ketilsson, áætlunarhafa
til Laugarvatns, oftast kallaðan
Óli Ket, manna á milli, — þegar
hann var sendur með líkið austur
I sveitir ... ?
Jæja, ef þið eruð búin að gleyma
henni, þá er hún svona:
Það var komið með lík til Ólafs,
og hann beðinn um að koma þvi
á einhvern bæ fyrir austan, og Óli
lofaði því, því hann er greiðagóður
maður. Þetta var um vetur og
færðin slæm, hríð og hretviðri.
Þess vegna var það, að þegar hann
kom að afleggjaranum heim að
bænum, þá treysti hann sér ekki
til að fara þangað heim, heldur
stöðvaði bílinn við afleggjarann,
snaraðist út og skutlaði líkinu á
bak við brúsapallinn. Síðan steig
hann upp í bílinn og bjóst til að
halda af stað aftur.
Einhver farþeganna hafði þá orð
á því við hann, að það væri
kannske heldur óviðurkvæmilegt
að skilja líkið svona eftir á víða-
vangi. Óli Ket sneri sér snögglega
við, hvessti augum á manninn og
hreytti út úr sér: „Hvað ... ?
Heldurðu að ann hlaupi ... ?“
—□
Þú lifir og hrærist í knatt-
spyrnunni. Ég er viss um að þú
manst ekki hvenær brúðkaups-
dagurinn okkar var.
Þetta er mesti misskilningur
elskan mín. Það var sama daginn
og Islendingar gerðu jafntefli við
Irana. (Víkingur).