Úrval - 01.05.1963, Page 132
Rúnafundur og rannsókn Ingstadshjónanna á norðurströnd Ný-
fundnalands hefur vakið mikla athygli hér á landi. En
fleiri fóru vestur í heim en þeir, sem um er getið í
sögum, og enn má austurströnd Vesturheims
heita næstum þvi órannsökuð á þessu
sviði.
Rústafandnrinn á Nýfandnalandi
Eftir Sigurð Guðjónsson.
LEIRI fóru vestur i
heim en þeir, sem
um er getið.
Rústafundur og
rannsókn Ingstads-
lijóna á norðurströnd Nýfundna-
lands hefur vakið verðuga at-
hygli hér á landi sem annars
staðar. Skylt er líka að þakka
þeim frjálslyndi þeirra, sem
kom fram í því, að bjóða annarra
þjóða fræðimönnum að taka
þátt i rannsóknum þessum með
sér. Einmitt það ber volt um
sanna vísindamennsku. Svo sem
kunnugt er voru þrír íslenzkir
fræðimenn og einn sænskur í
verki með þeim um tíma í sumar.
Telja má það líka gleðilegan
vott um vaxandi áhuga hjá is-
lenzkum stjórnarvöldum, á þess-
um málum, að mönnum þessum
skyldi vera gert kleift að taka
þessu boði. Allt til þessa hafa
þau daufheyrzt við margendur-
teknum áskorunum frá Far- og
fiskimannasambandi íslands um
að láta isl. fornfræðinga vinna
að rannsóknum á hinum íslenzku
bæjarústum á Grænlandi og
fleiru í sambandi við ferðir ís-
lenzkra farmanna til forna um
hinar vestlægu slóðir, þótt ekki
væri meira en fylgzt með vinnu-
hrögðum Dana þar. Áhugi liins
háa Alþingis á þessu máli hef-
ur ekki verið meiri en það, að
Jæssi tilmæli F.F.S.Í. hafa ekki
einu sinni verið tekin til um-
ræðu. A Grænlandi einu, þótt
ekki væri vestar farið, er sem
kunnugt er mikið rannsóknar-
verk óunnið, í hinum íslenzku
bæjarústum, og sífellt eru að
koma þar í ljós stórmerkir hlut-
ir frá búsetu hinna íslenzku
bænda, veiðimanna og' farmanna,
sem þangað fóru tii forna. Nú
140
— Víkingur —