Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 133
RÚSTAFUNDUMNN Á NÝFUNDNALANDI
141
síðast í sumar var grafin upp
rúst sjálfrar Þjóðhildarkirkju, og
kemur staður hennar svo vel
heim við fornritin, að næstum
hefði mátt ganga að henni þar
á sínum stað, eftir tilvísun
þeirra, hefðu þau verið höfð
til leiðbeiningar.
Svo er að sjálfsögðu öll aust-
urströnd Vesturheims næstum
því órannsökuð. Það er að sjálf-
sögðu mikið verk, en er þó
mjög aðkallandi að slíkri rann-
sókn verði meiri gaumur gefinn
af íslendingum i náinni fram-
tíð, en verið hefur fram að þessu.
Það má telja það alveg víst,
að íslenzkir sæfarar hafi komið
þar víða við, oft og mörgum
sinnum, allt norðan frá Baffins-
landi, sem nú heitir svo, og
suður með allri strandlengjunni
suður til liinna búsældarlegri
landa. Hve miklar mannvistar-
leifar þeir hafa eftir sig skilið
fer auðvitað eftir því, hve lengi
dvalið hefur verið á hverjum
stað. Hvort slíkar leifar finnast
fer mikið eftir veðurfari og
gróðri á hverjum stað fyrir sig.
Hætt er við að fljótt hafi gróið
yfir skálatóftir þeirra á hinum
suðlægari ströndum þessara
landa, þar sem gróskan verður
þróttmeiri. Þarf því ekki margar
aldir til þess að venjulegir torf-
veggir grói í kaf.
Leifar þær, sem Ingstadshjón-
in fundu á norðurströnd Ný-
fundnalands, við Svartandalæk-
sem okkar menn kalla svo, virð-
ist ekki vera eftir Eskimóa, það
er að segja ekki allar, en á
þessum slóðum fundust líka leif-
ar þeirra. Ekki telja þessir menn
þær heldur eftir Indíána, vegna
rauðablástursleifa þeirra, er þar
fundust. Sé það rétt.að um hvor-
ugan þennan þjóðflokk geti ver-
ið að ræða, þá koma Evrópu-
menn næstir til greina.
Um aldur þessara rústa verð-
ur að sjálfsögðu ekki neitt sagt
fyrr en unnið hefur verið úr
því, sem fannst, og fyrir liggja
niðurstöður hinnar vísindalegu
C14-aðferðar, sem nú orðið er
aðallega notuð við aldursákvörð-
un fornminja. Þá fyrst er liægt
að velta vöngum yfir því, hvort
íslenzkir menn hafi verið að
verki.
Eftir lýsingu á staðháttum
við Svartandalæk og umhverfis
hans, virðist sá staður ekki lík-
ur þeim stöðum á Yínlandi, sem
fornritin lýsa. Enda er fátt, sem
hægt er að setja í samband við
Vínland á hinum úrsvölu strönd-
um Nýfundnalands, og þá sízt
norðurströnd þess, sem vafin er
i ísdróma hálft árið, svo að
ekki er fært skipum með strönd-
um fram og snjóþyngsli svo
mikil, að margra feta þykkur
snjór liggur á láglendi langt