Úrval - 01.05.1963, Qupperneq 136
144
ÚRVAL
Svo sem kunnugt er, eru
ferðasögur til af ]>eim fyrstu,
sem fóru þessar ferðir, enda
hafi þær verið taldar merkileg-
astai', meðan bæði siglingaleið-
ir og löndin voru lítt kunn. Aft-
ur á móti hafa ekki varðveitzt
sögur af þcim, sem síðar fóru,
og geta legið til þess ýmsar
ástæður. En vel gæti það stafað
af því, að slíkar ferðir hafi ver-
ið svo tíðar, að slíkt þótti ekki
frásagnarvert, þegar frá leið.
Minnsta kosti þótti svo mikils
við þurfa til þess að ofannefnt
ákvæði þótti eitt af því nauð-
synlegasta, sem tryggja þurfti
með samningi. Má á þessu ljóst
vera, að landsmenn stunduðu
siglingar vestur í þau lönd, sem
þeir höfðu fundið, ekki síður en
til þeirra, sem þeir höfðu áður
þekkt. Siglingatækni íslendinga
hefur verið á mjög háu stigi,
eftir þeirrar tiðar hætti. Bendir
svo margt til þess, sem drepið
er á í fornritum, Þótt ekki sé
farið um það mörgum orðum,
frekar en annað þar, en yrði
of langt upp að telja í þessu
sambandi.
Það eru miklar líkur til þess
að ýmislegt svipað því, sem Ing-
stads-hjónin fundu við Svart-
andarlæk, eigi eftir að koma í
leitirnar á þessum víðáttumiklu
ströndum. Ekki skulu menn
heldur undrast þótt það falli
ekki við staðalýsingar fornrit-
anna, því margir fleiri fóru
þangað en þeir, sem þar eru
nefndir.
Rafeindaheili leysir bókmenntaleg-a ráðgátu.
Tveir stærðfræðingar við Harvardháskólann hafa nýlega kom-
izt að því með hjálp rafeindaheila, hver muni vera höfundur 12
ritgerða, sem álitnar eru vera samdar af bandaríska stjórnmála-
manninum Alexander Hamilton og af James Madison (4. forseta
Bandaríkjanna), en þær voru gefnar út nafnlausar árin 1787 og
1788. Stærðfræðingarnir „mötuðu" rafeindaheilann á upplýsing-
um um tíðni helztu orða i ritgerðum þessum og einnig í þekkt-
um ritum þessara tveggja manna, og af niðurstöðu rafeindaheil-
ans má ráða, að Alexander Hamilton sé höfundur 11 þessara
ritgerða.
— Unesco Courier.