Úrval - 01.05.1963, Page 137
ZAIZIBAR,
PARADÍS
IIIWA
JLOTIJ
Zanzibar — hin brezka eyja
þúsund og einnar nætur, þar
sem sagan var ritað af vugg-
andi vindum, og er ef til vill
hin raunverulcga paradis
hinna lötu og værukæru.
Eftir David Reed.
YGNT haf, smaragð-
grænt, umlykur hina
hrífandi eyju. Leti-
legar bárur gjálfra
við hvít sandrifin.
l)ag eftir dag liggur eyjan böðuð
í björtum geislum sólarinnar.
Þegar skip ferðamannsins nálg-
ast eyjuna birtast augum hans
hundruð þúsundir kókospálma.
l»ví næst kemiir fögur, lítil borg
i Ijós. Skannnt frá hafi gnæfir
glitrandi hvit höll til lofts, bú-
staður soldánsins. Bak við hana
er liið furðulegasta völundarhús
af þröngum, krókóttum götum.
Umhverfið allt virðist glögglega
i ætt við Þúsund og eina nótt. Og
það er ekki svo furðulegt, þar eð
þetta er Zanzibar, síðustu leifar
hins volduga arabiska ríkis, sem
forðum náði yfir mestan hluta
Austur-Afriku.
Zanzibar hefur haldið sinum
forna ævintýrablæ langtum fram-
ar en Bagdad, Cairo, Damaskus og
aðrar sögufrægar Austurlanda-
horgir. Hún er í Indlandshafi, sex
gráður fyrir sunnan miðjarðar-
línu og tæpar 23 mílur frá strönd
Afriku. Til hennar teljast fleiri
eyjar: Sjálf Zanzibar, sem er 640
fermílur að stærð; Pemba-eyjan
með 380 fermílur ræktaðs lands
og þyrping af minni eyjum i Ind-
landshafinu. Hinn einliti rauði
fáni soldánsins blaktir yfir Zanzi-
bar, en við hlið lians breiðir sam-
bandsfáni brezka ríkisins úr sér.
Frá því árið 1890 hefur Zanzi-
bar verið brezkt verndarríki, en
mun nú innan tíðar öðlast sjálf-
stæði. Flestum kemur saman um
að sjálfstætt Zanzibar muni ekki
koma heiminum í bál og brand.
En það kynni að geta kennt
heiminum hvernig eigi að lifa
jjægilegu og friðsömu lífi.
Fáir staðir á jörðunni eru jafn
KXXXOO
1
— Reader's Digest —
145