Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 140
148
ÚR VAL
sitja i litlu búðunum sínum, eins
og ótíinaháðir Búdd-har, með
krosslagða fætur og fjarrænt
hlik undir þungum augnalokun-
um. Indverskar konur liða fram-
hjá, í hinum litskrúðuga bún-
ingi sínum — saris -— og arabisk-
ir götusalar, sem bera stórar
látúnskönnur, með heitu kaffi, á
höfðinu, olnboga sig í gegnum
þröngina og slá saman tveimur
litlum bollum, eins og nokkurs
konar kastanettum, handskellum.
Fyrir fáum árum sáust arabisk-
ar konur ekki í Zanzibar. Þær
voru lokaðar inni á heimilum
sínum, samkvæmt hinni ævafornu
erfðavenju. En nú, þegar sjálf-
stæðið nálgast, hafa konurnar á
Zanzibar gefi út sína eigin sjálf-
stæðisyfirlýsingu og þúsundir
fríðra arabastúlkna með dökk,
leiftrandi augu sjást nú á götum
úti. „Æ, já,“ andvarpar gamall
ættarhöfðingi. „Við höfum ekk-
ert vald yfir konunum lengur.
Jafnvel eiginkona mín . . .“ Og
svo hristi hann höfuðið dapur,
eins og sá, sem beygir sig fyrir
vilja Allah.
Abdulla soldán, æðsti maður
eyjarinnar, er hlédrægur, mið-
aldra maður, sem dvelur flestum
stundum i höll sinni. En stund-
um hættir hanan sér i ökuferð
um borgina, i einni af hinum
þremur rauðu Limousine-bifreið-
um sínum. í gamla daga voru orð
soldánsins lög, en nú þegar lýð-
ræðisstefna er sífellt að festa
dýpri og dýpri rætur í Zanzibar,
nýtur hann aðeins einna forrétt-
inda: Þegar hin rauða bifreið
hans birtist, á öll umferð að
stanza. Eyjaskeggjar veifa og
hrópa húrra, þegar hann ekTu-
hjá og hann virðist alltaf vera
dálitið vandræðalegur.
Saga Zanzibar hefur verið
skráð af vindinum. Frá þvi í des-
ember og fram í febrúar gætir
kaskazi — norð-norðaustan mon-
súnins — við eyjuna, en þá breyt-
ir hann skyndilega um átt og frá
þvi í apríl til september kemur
„kusi“ úr suð-suðvestri. í m. k.
2000 ár hafa Arabar, Hindúar
og Persar hagnýtt sér þessa mon-
súna, í viðskiptum við Zanzibar.
Kaskazi léttir þeim siglinguna, á
hinum þungu, einmöstruðu skip-
sínum, þangað suður, og með
„kusi“ í seglin komast þeir heim
aftur.
Eyjan er stærsti fílabeinsmark-
aður Austur-Afríku. Fílatennur
koma alla leið frá Congo og
Rhodesíu og eru höggnar og
fægðar af iðnaðarmönnum á
Zanzibar, en því næst sendar
áfram til Austurlanda, Evrópu og
Ameríku. Það er ábatasöm at-
vinnugrein. Eitt kiló af fílabeini
getur gefið af sér allt að eitt
sterlingspund. Hornin af nas-
hyrningum eru einnig flutt til