Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 141
ZANZIBAR, PARADÍS HINNA LÖTU
149
Zanzibar frá Afríku og svo þaðan
til Ilong Ivong og Kína. Zanzibar-
búar segja að Kínverjar telji mal-
að nashyrningshorn máttugt
ástalyf.
í staðinn geta menn keypt alls
konar fjarlendar vörur frá Aust-
urlöndum. í hverri búð rekst
maður á útskorið fílabein og
íbenvið, persnesk teppi, skraut-
legar trékistur, silkivefnað, ang'-
andi fegrunarlyf og eðalsteina.
Þegar kaskazi-tíminn er liðinn,
hafa kannske komið allt að 300
skip til eyjarinnar, hlaðin erlend-
um varningi. í apríl, þegar kuri-
monsúninn byrjar, vinda þau upp
segl og stefna heimleiðis. Og svo
fær Zanzibar aftur tíma og leyfi
til að blunda í friði, meðan sól-
merlaðar öldur Miðjarðarhafsins
gjálfra við hvít sandrifin.
Vélmenni vinnur á hafsbotni.
Vélmenni, sem nefnist „Mobot“, hefur nú verið smíðað i Banda-
ríkjunum, og getur þessi furðumaskína unnið ýmis störf á hafs-
botni, þar sem kafarar gætu ekki hafzt við sakir þrýstings. Tækið
er með fjóra handleggi, þrjár lappir og tvær sjónvarpsmynda-
vélar í stað augna.
Starfshæfni þessa vélmennis er næsta ótrúleg. Þessi sérstaka
vél var gerð fyrir olíufyrirtæki, sem vildi kanna, hvort ekki væri
að finna olíu á hafsbotni. Uppfinningamennirnir segja, að þess-
háttar vélmenni gætu unnið við skipsflök á hafsbotni, lagt minni-
háttar sæstrengi og pípur, safnað svömpum, unnið að ostrurækt
og fylgzt með baujufestingum.
Mobot getur hafzt við á 450 metra dýpi óendanlega lengi. Niðri
á hafsbotni vinnur hann við Ijós, sem kemur frá kvikasilfurgufu-
lömpum. Aðeins einn rafmagnsstrengur liggur frá honum upp
á yfirborðið, þar sem tæknifræðingar stjórna gerðum hans.
Tveir af fjórum handleggjum Mobots halda lömpum og sjón-
varpsmyndavélum. Vinnuhandleggirnir tveir eru knúnir af tíu
rafmagnsmótorum hvor, og stjórna þeir öxl, olnboga, úlnlið, hönd
og greip.
Hægt er að hreyfa Mobot lóðrétt og lárétt með þremur skrúf-
um, og auk þess hefur hann „vélheyrn", ef svo mætti kalla. Stjórn-
andi Mobots sér nákvæmlega á tækjum sínum, hvort ekki er allt
með felldu og vélmennið „við góða heilsu."