Úrval - 01.05.1963, Page 146
154
þessi ruddi. GefSu honum ráSn-
ingu.“
FylgdarmaSur hennar hristi
höfuðið aðvarandi. „Þetta er
Rasputin,“ hvislaði hann. „Eng-
inn vill komast í kast við
hann.“
Tveim árum áður hafði Ras-
pufin komið fyrst til Péturs-
borgar sem „strannik", þ. e.
umferðatrúarlæknir, frá fjar-
lægum héruðum Síberiu. Nú
hafði orðstír hans þegar borizt
víða, enda þótt hann væri ekki
alltaf sem lofsamlegastur. Sum-
ir sögðu hann guðhræddan
mann, sem gæti læknað aila
sjúkdóma með fyrirbæn. Aðrir
töldu hann aðeins ósiðaðan
bóndadurg. Vissulega var hann
bæði drykkfeldur og deilugjarn
og alþekktur var hann fyrir
kvennamái sín.
Þegar hlé varð á söngnum um
stund, hrópaði Rasputin á meira
vín. Sama stúlkan og áður færði
honum aðra krús, sem hann
tæmdi í einum teig og ætlaði
þegar í dansinn aftur. En
stúlkan stöðvaði hann.
„Og borgunin?“ mælti hún og
brosti ögrandi.
Rasputin hló, vafði hári henn-
ar um hönd sér, sveigði höfuð
hennar aftur og kyssti hana við
mikil fagnaðarlæti unga höfuð-
staðarfólksins. En þegar á kvöld-
ið Jeið breyttist aðdáun þeirra í
ÚR VAL
iotningu, því að drykkjugeta
hans virtist takmarkalaus. Og
alltaf var brjáiaði munkurinn
Rasputin meðal þeirra, sem
dönsuðu og sungu hvað tryllt-
ast.
Þegar glaumurinn stóð sem
hæst, kom reiðmaður á harða-
stökki, hljóp af baki og rudd-
ist um á milli áhorfendanna.
Hann var í einkennisbúningi
keisarahirðarinnar. Söngurinn
þagnaði og dansinn hætti. Sendi-
boðar keisarans færðn Töturum
sjaldan góðar fréttir.
„í nafni keisarans,“ hrópaði
sendiboðinn, „er Grigori Yefimo-
vitch Rasputin staddur hér?“
Munkurinn strauk hárið frá
svitastorknu andlitinu. „Ég er
Rasputin,“ sagði hann, og' horfði
hvasst á sendiboðann, sem lét
sér hvergi bregða.
Hann skýrði nú Rasputin frá
því að hann ætti að mæta í
sumarhöll keisarans. Hinn
þriggja ára keisarasonur, einka-
erfingi keisaraættarinnar, lægi
fyrir dauðanum. Hann hefði arf-
gengan blóðsjúkdóm, sem hindr-
aði blóðið i að storkna eðliiega.
Hans var vandlega gætt til að
forðast hættulegar skrámur. En
fyrir fjórum dögum hafði hann
dottið og marið sig. Bólguhnút-
ur myndaðist í náranum og hann
fékk háan hita. Læknarnir stóðu
ráðalausir, barninu fór síversn-