Úrval - 01.05.1963, Page 148
Ú R VA L
156
bova, trúnaðarvinkona drottn-
ingarinnar og sú eina utan í'jöl-
skyldunnar, sem viðstödd var,
hin keisaralega herbergi, bros-
andi af ánægju. Það var hún,
sem hafði stungið upp á að leita
til Rasputins.
Rasputin dvaldi við sjúkra-
beð keisarasonarins alla nótt-
ina. Keisarahjónin höfðu nú
öðlazt nýja von. Þau höfðu set-
ið hjá syni sinum nærri sam-
fleytt í þrjá sólarhringa, og kcis-
arinn getur þess i dagbók sinni,
að þau hafi nú ioks sofnað bæði
i stólum sínum. Þegar þau vökn-
uðu klukkan rúmlega tvö, log-
aði aðeins á tveimur kertum fyr-
ir framan helgimynd á borði
hjá sjúkrarúminu.
Frammi fyrir henni kraup
Rasputin með lokuð augu og
lireyfði varirnar i hljóðlausri
bæn. Keisarahjónin héldu niðri
í sér andanum og störðu á þessa
furðulegu sýn. En í sama bili
opnaði hann augun, „blá eins og
sumarhiminn“, eins og drottn-
ingin síðar ritaði. Hann leit
beint á hana, reis á fætur og
sagði veikri röddu:
„Sonur yðar, litla móðir, sef-
ur nú vært. Hitinn er farinn.
Hann mun lifa . . .“ Rasputin
þagnaði, eins og honum væri ó-
ijúfa að halda áfram, „á meðan
ég verð hér og gæti hans.“
Með hálf kæfðu ópi spratt
drottningin á fætur, beygði sig
yfir barnið og sá, að Rasputin
hafði rétt fyrir sér. Andardrátt-
ur drengsins var hægur og ró-
legur, og er hún lagði hönd á
enni hans, fann hún að hitinn
var eðlilegur. Keisarinn kom nú
til hennar, lyfti upp sænginni
og sá, að bólguhnúturinn í nár-
anum var að hverfa. Þakklát
brostu þau í fyrsta sinn í marga
daga.
Full þakklætis rétti drottning-
in Rasputin báðar hendur sínar.
„Faðir Grigori,“ hvíslaði hún
og tár runnu niður kinnar henn-
ar, „þér verðið að dvelja hjá
okkur — alltaf.“
Rasputin tók hendur hennar
og hneigði sig þögull.
I dagbók keisarans stóð skrá'ð
19. júli 1907: „Kynntist guðs-
manni, Grigori að nafni frá
Tóbolsk. Rænir hans björguðu
Alexis frá bráðum dauða.“
VNDfíA LÆKNIfílNN
FfíÁ TÓBOLSK.
Þegar Rasputin yfirg'af höll-
ina þennan morgun, fylgdu hon-
um tveir fulltrúar úr Ochrana,
hinni þekktu, keisaralegu leyni-
lögreglu. Hann var nú mikil-
væg persóna við hirðina, og upp
frá þessu fylgdust starfsmenn
Ochrana með hverju fótmáli
hans og héhlu nákvæmar skýrsl-
ur um allt, sem hann aðhafðist.