Úrval - 01.05.1963, Side 151
RASPUTIN, LODDARINN MIKLl
159
hvaS komið hafði fyrir. Fórust
þarna um 3000 manns. Þessu var
leynt fyrir keisarahjónunum og'
glæsilegur dansleikur þeim til
heiðurs haldinn við hirSina um
kvöldið og langt fram- á nótt,
almúganum til mikillar hneyksl-
unar.
Annað stórslys gerSist viS há-
tiSahöldin í Kiev, þegar blóm-
skrýtt skip með 300 áhorfend-
um inanborðs, hvolfdi. Skipið
sökk þegar og flestir, sem á því
voru drukknuðu. En þessi slys
voru aðeins byrjunin á þeirri
röð hörmunga, sem hélt áfram
alla hina stuttu og ógæfusömu
stjórnartíS Nikulásar II.
Hann var ginntur út í örlaga-
rikan ófriS viS Japani og varS
að sæta auSmýkjandi friSarskil-
málum. Og sama áriS — 1905 —
gerðist hinn liræðilegi „blóðugi
sunnudagur, þegar óvopnuðum
mönnum og konum í hundraða
tali var slátrað fyrir framan
Vetrarhöllina.
Hungursneyð hafði orðið i
mörgum bændahéruðum, og þús-
undir verkamanna og bænda
höfðu safnazt saman til að bera
fram bænarskrá. Margir báru
helgimyndir og aðrir myndir af
keisaranum og allt var með full-
komnum friði og spekt. En þeg-
ar foringi varðliðsins í höllinni
sá allan mannfjöldann, kom fát
á hann og hann skipaði mönn-
um sínum að skjóta fyrirvara-
laust. Keisarinn var sjálfur sak-
aður um blóðbaðið og fékk upp
frá því viðurnefnið: „Ilinn blóð-
ugi“.
Uppreistir brutust nú út víða
um landiö og höllin var eins og
umsetið vígi. Óttasleginn og
hjálparvana gafst keisarinn upp
á öllum fyrirslætti um stjórn af
sinni hendi og lagöi öll völd i
hendur ráðherra sinna og stór-
hertoga. Þeir bældu svo niður
uppreistirnar með ógurlegri
grimmd og miklum blóðsúthell-
ingum. En keisarinn lokaði sig
inni i höll sinni ásamt ofstækis-
mönnum, undralæknum og alls
konar lýð og eyddi mestum tíma
sínum við bænahald í einka
kapellu sinni.
Þessar sífelldu hörmungar
fengu þó ennþá meira á drottn-
inguna. Hún var þýzk prinsessa
af Hesse-Darmstadt og hafði
gengið að eiga keisarann 23 ára
gömul, en hann 27 ára. Hún var
dótturdóttir Victoríu drottn-
ingar, alin upp í Englandi og
Þýzkalandi og hafði alla tíð ver-
ið sem útlendingur við rúss-
nesku hirðina. Satt að segja
fannst henni, í öllum þeim ógn-
um, sem dundu yfir hið rúss-
neska veldi, að hún vera stödd
í anddyri vítis.
ÞaS sem kórónaSi allt þetta
voru svo veikindi sonar þeirra,