Úrval - 01.05.1963, Page 152
160
ÚR VAL
Alexis, einkaerfingja að hásæt-
inu, sem ekki fæddist fyrr en
þau höi'ðu eignazt fjórar dætur.
Þá var mælirinn fullur, hún varð
altekiu þunglyndi og tók að
leita sér trausts í sömu trúardul-
rænunni, sem eiginmaður henn-
ar var haldinn af.
Keisarahjónin voru óttasleg-
in. Þau óttuðust heiminn, þegna
sína og umfram allt þær skelf-
ingar, sem framtiðin bæri i
skauti sínu. Eina fólkið, sem
hafði frjálsan aðgang að höll-
inni, voru prestar, umferða-
munkar og trúarofstækisfólk.
HÆTTULEGASTI MAÐUR,
SEM ÉG IIEF HITT.
Staða Rasputins við hirðina
var tryggð frá byrjun. Sam-
kvæmt Ochrana-skýrslum kom
vagn frá höllinni því nær dag-
lega að sækja hann, og hann
dvaldi ]>ar oft framundir mið-
nætti.
Hann aðlagaðist brátt hinu
nýja umhverfi, tók að hirða og
greiða hár sitt og skegg og
Mæddist skrautlegum klæðum,
úr silki og flaueli, enda ]iótl
hann héldi gamla bændasniðinu
á þeim. Einu sinni gaf drottn-
ingin honum skrautlega úlpu
eða kyrtil, ísaumaðan af henni
sjálfri. Yfirleitt var allur hans
fatnaður gjafir frá aðdáendum
hans, sem einnig hlóðu á hann
peningum og alls konar gjöfum
öðrum. Frægð hans flaug skýj-
um ofar vegna sambands hans
við keisarafjölskylduna, og hann
hefði getað orðið stórauðugur,
ef hann hefði sótzt eftir verald-
legum gæðum. En hann hélt að-
eins eftir nægilegu fyrir sig og
fjölskyldu sina (hann sendi
konu sinni í Pokrovskoye reglu-
lega nokkra peningaupphæð), en
gaf fátækum afganginn.
Daglega leitaði fjöldi manns
hjálpar hans. Einn morguninn
t. d., segja Ochrana-skýrslur,
biðu 43 manns á öllum aldri,
ríkir og fátækir, fyrir utan hús
hans í Nevsky Prospect, og eins
og venjulega meiri hlutinn kon-
ur, eða 34. Allt var þetta fólk
fölt og afmyndað af langvarandi
þjáningum og angist, en þó
ljómandi af von. Sumir komu i
hjólastólum, aðrir voru bornir
á börum. Þeir voru ýmist haldn-
ir ólæknandi Iíkamlegum göll-
um eða aldvarlegum andlegum
truflunum. Og þegar þeir fóru,
segir skýrslan, virtust allir ham-
ingjusamir á svip, eins og létt
hefði verið af þeim öllum
áhyggjum; og tvær konur, sem
bornar höfðu verið á börum,
fóru frá honum gangandi, að
vísu ofurlítið reikandi og óstöð-
ugar en ljómandi af gleði.
Snennna í september bauð
Anna Vyrubova, trúnaðarvin-