Úrval - 01.05.1963, Side 154
162
ÚR VAL
frammi fyrir þeim með upp-
gerðar kurteisi og jafnvel auS-
mýkt gagnvart biskupnum, en
svipur hans var slægSarlega
sigrihrósandi.
Anna Vyrubova rauf hina ó-
þægilegu þögn. „ÞaS væri mjög'
æskilegt aS þér vilduS ráSfæra
ySur viS okkur um öll mikilvæg
inál, sem keisarinn spyr ySur
um. Við erum vinir ySar, og viS
erum vinir keisarans og föSur-
landsins?“
„Meira en vinir,“ skaut Pur-
kishevitch þingmaSur inn í.
„Við mundum fúslega fórna lífi
okkar fyrir Rússland og fyrir
keisarann. Látum okkur því
vinna saman að okkar heilögu
markmiðum.“
Rasputin virtist tortrygginn,
og Anna Vyrubova flýtti sér að
bæta við: „Þingmaðurinn og
biskupinn eru báðir þaulreynd-
ir menn og' valinkunnir. RáS
þeirra mundu reynast mjög
gagnleg.“
Rasputin lét brýrnar síga og
leit hvasst á Önnu Vyrubovu.
„Hvers vegna?“ spurði hann
hispurslaust. „Er GuSs rödd
ekki nægileg leiðbeining?“
í ákefð sinni að telja um fyrir
honum tók þau nú öll til máls i
eiuu, en hljómmikil rödd bisk-
upsins yfirgnæfði hin.
„Grigori Yefimovitch,“ hóf
hann máls i vingjarnlegum
rómi, „við beinum máli okkar
til skynsemi yðar, föðurlandsást-
ar og þakklætistilfinningar. Þér
minnizt þess vafalaust, að það
var fyrir mitt tilstilli að þér
fluttust hingað utan af landinu,
og að dvalarleyfi yðar hér er
frá mér komið.“
Þar sem skráningarkerfi rúss-
nesku lögreglunnar krafðist
vegabréfs til innanlandsferða
var þessi óbeina ógnun ekki tóm
markleysa.
„Þér eigið við, að þér gætuð
sent mig aftur til föðurhúsanna
og eyðilagt mig jafn auðveldlega
og þér lyftuð mér upp,“ sagði
Rasputin.
Biskupinn virti lengi fyrir sér
krossmarkið i lófa sér. „Mis-
skiljið mig ekki,“ sagði hann að
lokum. „Ekkert okkar efast um,
að Guð hefur veitt yður sínar
sérstöku náðargáfur. Og hvorki
ég né Perishkevitch þingmaður
óskum að gefa .yður neinar fyr-
irskipanir. Við viljum aðeins
veita yður aðstoð og ráð.“
„Ég skil, hvað þér eigið við,“
sagði Rasputin. „Ég skil það
mæta vel. Og nú verð ég að fara
og hugsa þetta vandlega.“
Hann sneri sér við til að fara,
en þingmaðurinn mælti hvöss-
um rómi:
„Farið ekki strax. Það er eitt
litið atriði enn, sem við þurf-
um að ræða.“