Úrval - 01.05.1963, Page 155
RASPUTIN, LODDARINN MIKI.I
163
Og nú rakti hann, svo að ekki
varð misskilið, kynferðismálið,
sem enn hékk yfir höfði Raspu-
tins. Unga konan, sem bar fram
ákæruna, væri horfin og ef til
vill dáin, en lögreglustjórinn í
Kazan hefði saf'nað; sterkum,
skjalfestum sönnunum, sem
nægja mundu Rasputin til dóms-
áfellingar, ef málið væri tekið
Upp til dóms. Skildi undralækn-
irinn þetta?
ÍIINN ÞVERÚÐAR-
FULLI BÓNDI.
Raspntin skildist nú, að það
var ekki forsjónin heldur fyrir-
fram hugsað samsæri, sem hafði
greitt honum götu til höfuð-
borgarinnar og inn í lif keis-
arafjölskyldunnar. Bragðið var
beiskt, og Ochrana-maðurinn
segir, að Rasputin hafi yfirgef-
ið samkvæmið í áköfum hugar-
æsingi.
Óhóflegt drykkjusvall var al-
vanalegt hjá honum, og þegar
hann fór úr keisarahöllinni
eyddi hann oft nóttunum við
drykkju og svall. En við þetta
tækifæri dugði honum ekki
venjuleg drykkja, hann virtist
vera staðráðinn í, að gleyma
auðmýkingu sinni í hinum villt-
asta ólifnaði, sem hugsazt gæti.
Hann fór úr einni knæpunni í
aðra og hvert pútnahúsið á fæt-
ur öðru, öskraði, reifst, skamm-
aðist og beitti jafnvel hnefun-
um. Hann var enn í uppnámi,
þegar hann staulaðist heim í
dögum, óhreinn og iila til reika,
og einn Ochranafulltrúinn skildi
örmagna við hann við húsdyr
lians.
Tvo næstu dagana lét hann
ekki sjá sig i höllinni. Drottn-
ingin var nærri veik af áhyggj-.
um. „Hann er kannske veikur,"
sagði hún i trúnaði við Önnp
Vyrubovu á föstudagskvöldið,
„Gætuð þér spurzt fyrir um það
með gætni?“
Anna Vyrubova sendi. í snatri
sendiboða til þess að leita að
Rasputin. En þeir fundu hann
ekki, og daginn eftir ók Purish-
kevitch sjálfur heim til hans.
Rasputin var þá heima, hreinn
og vel til fara.
„Velkominn á heimili mitt,
yðar göfgi, mælti hann með
árvökrum augum og alvarlegur
i bragði.
Rasputin leiddi hann i tóm-
legt herbergi með hvítþvegnu
lofti og veggjum. Milli tveggja
glugga hékk stór, svartur kross,
í einu horninu var altari og fyr-
ir framan það logaði á stóru,
rauðu kerti. Einu húsgögnin
auk þessa voru rúm, borð, einn
eða tveir stólar, þvottaborð og
lítill fataskápur.
„Ég er hingað korninn," til-
kynnti Purkishkevitch, „af því