Úrval - 01.05.1963, Qupperneq 156
164
ÚR VAL
a'ð þér hafið ekki komið til
hallarinnar síðan við áttum tal
saman síðast. Drottningin sakn-
ar yðar.“
„En ég vissi ekki, hvað ég
átti að gera, yðar göfgi,“ svar-
aði Rasputin með uppgerðar
sakleysi. „Ég vissi ekki, hvort
þið vilduð að ég' færi til hallar-
innar framar eða ekki. Þegar
öllu er á botninn hvolft er ég
aðeins þjónn yðar.“
Purishkevitch lcit tortryggnis-
lega á þennan risa, sem stóð
þarna svo auðmjúkur fyrir fram-
an hann, Var maðurinn að gera
gys að honum? Nei, það gat
ekki komið til mála. Þessi ná-
ungi var ekki annað en bóndi
frá Siberíu, og var nú yfirkom-
inn af hræðslu. Purishkevitch
brosti sigri hrósandi i laumi og
sagði kumpánlega:
„Auðvitað viljum við að þér
haldið áfram að koma í höllina,
Grigori Yefimovitch. Látið
ekki bregðast að fara þangað í
kvöld.“
Rasputin hneigði höfuðið.
„Eins og' þér óskið,“ sagði
liann með uppgerðar auðmýkt.
En hann var allt annað en auð-
mjúkur á svip, þegar hann ók
til hallarinnar klukkutíma siðar.
VÖLD HANS FARA
SÍVAXANDI.
Næstu þrjú árin gætti Ras-
putin þess vandlega, að játa
með vörunum allri tilhögun, sem
þeir lögðu fyrir hann Purish-
kevitch þingmaður og Her-
mogen biskup. Keisarasonurinn
blómstraði, engin slys eða al-
varleg veikindi hentu hann og
traust og trú keisarahjónanna
á siberska undramanninum fóru
sívaxandi. Anna Vyrubova, sem
með leynd hafði náð sér i lykil
að vandlega læstri dagbók
drottningarinnar, sá að þar
komu æ oftar fyrir setningar
eins og: „vinur okkar segir,“
eða „Grigori stingur upp á.“ Og
keisarinn leitaði svo oft ráða
hans um málefni ríkisins, að
hann að lokum neitaði nær þvi
algerlega að taka á móti ráð-
herrum sínum, en sendi þá i
stað þess beint til Rasputins.
En að sama skapi og völd
munksins jukust, að sama skapi
fjölgaði óvinum hans, og í
þeirra hóp bættust að lokum
þeir, sem áður höfðu reynt að
hafa gagn af honum. Sumarið
1910 var haldin vandræðaleg
ráðstefna í bókasal Golovinu
greifaynju.
„Það sem ég hef alltaf óttazt,
er nú komið fram,“ mælti Her-
mogen biskup. „Rasputin sýnir
okkur ekki opinbera þrjózku.
Siður en svo! Ilann segir já og
amen við öllum okkar ráðlegg-
ingum. En svo fer hann sína