Úrval - 01.05.1963, Qupperneq 158
166
UR VAL
brást. Þeir komust að raun um,
að þessi lögreglustjóri i Kazan
hafði verið sendur til Síberiu
og í stað hans kominn maður
eftir Rasputins höfði.
En það voru til aðrar leiðir
til að gera hinn erfiða munk
óskaðlegan.
Seint að kvöldi hins 27. ág.
1910, var Rasputin á ieið heim
frá höllinni gangandi. Þegar
hann beygði inn i þröngt, illa
lýst sund, nálægt heimili sínu,
heyrðist hratt fótatak á eftir
honum, skot kvað við og hann
fann þyt af byssukúlu við eyrað
á sér.
Rasputin brá hart við, tók
undir sig geysilegt stökk og
mölvaði meðt hnefanum eina
götuijóskerið, sem þarna var,
svo að myrkt varð í sundinu.
Síðan lét hann fallast á grúfu
á götuna og þá hvæstu nokkrar
skaðlausar kúlur yfir höfði hans.
Og fyrr en varði var hann þotinn
á fætur og réðist á árásarmenn-
ina. Þeir voru fimm og vopnaðir
hnífum og skammbyssum. En í
myrkrinu og þrengslunum
þvældust þeir hver fyrir öðrum.
Rasputin þreif tvo þeirra og
sló saman hausum þeirra, svo
að annar beið samstundis bana,
en hinn féil stynjandi til jarðar.
Þegar þeir þrír, sem eftir voru,
réðust á hann, komu tveir Ochr-
anamenn, sem aldrei voru mjög
fjarri Rasputin, honum til hjálp-
ar og hafa að líkindum bjargað
lifi hans.
Rasputin slapp með lítilfjör-
iega skinnsprettu á annari öxl-
inni. En hann vissi, að upp frá
þessu var baráttan við óvini
hans hafin upp á líf og dauða.
Völd hans við hirðina voru nú
augljós og óumdeild. Keisarinn
leitaði ráða hans i ölluin mikil-
vægum málum. Hann leysti ráð-
herra frá embættum og' tryggði
veitingu annara að eigin viid.
Og hann skeytti engu um hæfni
manna, stjórnmálaskoðanir eða
reynzlu, aðeins hvort honum
likaði vel eða illa við mannin.
PEÐIÐ SIGRAR BISKUPINN.
Kvöld nokkurt skaut Rasputin
óvænt upp í boði hjá Golovinu
greifaynju. Hann gekk beina
leið inn í bókaherbergið, þar
sem samsærismennirnir fimm
satu á ráðstefnu. Þegar hann
ruddist inn til þeirra, störðu
þau á hann í þögulli undrun.
„Það er tilgangslaust fyrir
okkur, að vera með nein láta-
læti,“ mælti Rasputin hörkulega.
„Ég veit, að þið viljið mig feigan.
Gott og vel, ég er reiðubúinn
að komast að samkomulagi við
ykkur. Eruð þið viðbúinn að
hlýða á mig?“
Hermogen biskup var sleginn