Úrval - 01.05.1963, Page 159
RASPUTIN, LODDARINN MIKLI
167
ógn og blöskrun yfir slíkri
ósvífni.
„Vík frá mér, Satan!“ lirópaði
hann, og hóf hinn gullna kross
sinn á loft. „Út héðan, bölvaði
svikari!"
Rasputin lét þessar bölbænir
eins og vind um eyrun þjóta.
„Hermogen biskup,“ mælti hann,
„þér eruð fifl. Og þess vegna
eigið þér ekki eftir að sitja mik-
ið lengur i biskupssæti ySar.“
„ViS erum fjandmenn,“ hélt
hann áfram, og beindi nú máli
sínu til hinna, „en við gætum
verið vinir. Ég get orðiS ykkur
að liði. En fyrst verðum við aS
losa okkur við þennan heimska
biskup, sem hefur sett morð-
ingja til höfuðs mér og rógborið
mig á skipulagðan hátt.“
„Takið ekki mark á þessum
útsmogna bragðaerf,“ sagði bisk-
upinn í bænarróm.
En Purishkevitch, sem ávallt
var reiðubúinn að íhuga nytsöm
viðskipti, bandaði við honum
hendi.
„Ef þér viljiö reka þetta
biskupsúrþvætti á dyr,“ hélt
Rasputin áfram, „er ég reiðu-
búinn að samþykkja að yfirgefa
Rússland innan fárra vikna og
takast á hendur pílagrímsferð til
Jerúsalem. Ég hef lengi haft það
i hyggju. Mig langar að heim-
sækja hina helgn staði. Og hver
veit nema ég kynni að setjast
þar að fyrir fullt og allt. Og auk
þess gæti ég gert ykkur mikils-
verðan stjórnmálagreiða.“
Rasputin þagnaði og beið eftir
svari.
„I-Ivaða stjórnmálagreiða haf-
ið þér í huga?“ spurði Golovina
greifafrú tortryggin.
Rasputin yppti öxlum. „Ég
kæri mig ekki um að láta það
uppi i viðurvist þessa lausmálga
biskups. Látið hann fara fyrst.“
Hermogen biskup spratt á
fætur náfölur að reiöi. „Hvernig
getið þið hlustað á þennan
þorpara? Sjáið þið ekki, hvað
hann ætlar sér, að deila og
drottna?“
Purishkevitch sneri sér að
honum kuldalega. „Við viljum
fyrir hvern mun fá að heyra,
hvað Rasputin hefur að segja,“
mælti hann stuttur i spuna.
„Gjörið svo vel að ganga út og
leyfa okkur að heyra það.“
Pistolkors barónessa Iokaði
dyrunum á eftir hinum ógæfu-
sama biskupi.
„Gott,“ mælti Rasputin kulda-
lega. „Nú getum við rætt málið
skynsamlega. Og hann tók að
skýra þeim frá ráðagerð sinni.
Hann vissi að flokkur Purish-
kevitch í Dúmunni bauð fram
mann í embætti forsætisráð-
herra, sem nýlega hafði losnað.
„En,“ bætti hann við, „þið vit-
ið fullvel, að hann fær aldrei