Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 161
RASPUTIN, LODDARINN MIKLI
169
að hann mundi brátt snúa aft-
ur heim til Rússlands.
Þegar þær fréttir bárust, var
í skyndi skotið á ráðstefnu, og
niðurstaðan af þeim var sú, að
nvi forsætisráðherrann steig
upp í einkalest sína og hélt suð-
ur á Krím. Þegar þangað kom,
var hið keisaralega heimili í
Uppnámi út af væntanlegri komu
Rasputins þann sama dag. Ráð-
herran ákvað þá, að gera ekkert
vart við sig hjá keisaranum, en
tók sér vagn og hélt til móts við
pilagríminn.
Elcki leið á löngu þar til Ko-
kovzev sá mikinn mannfjölda,
sem slegizt hafði í för með Ras-
putin á göngu hans. Ráðherrann
beið við veginn og brátt bar Ras-
putin þar að, með hár og skegg
síðara en nokkru sinni fyrr og
allt útlit hans frumstætt og villi-
mannlegt.
Kokovzev veifaði til hans og
bauð honum upp i vagninn. Ras-
putin liikaði andartak og sendi
síðan mannfjöldann burt.
„Haldið þið áfram börnin
góð,“ sagði hann. „Forsætis-
ráðherrann óskar að tala við
mig. Ég næ ykkur.“
Kokovzev sendi ekilinn burt
og sagði honum að bíða þar
skammt frá. Þvi næst tók hann
til máls: „Grigori Yefimovitch,
það undrar oss vissulega, að
þér skulið hafa ákveðið að snúa
aftur til Rússlands. Og sumir
vinir vorir óttast, að af því kunni
að leiða vandræði. Vér efumst
um, að það sé ráðlegt að hætta
heilsu yðar i harða veðráttu
höfuðborgarinnar. Hún getur
verið óþægileg, eins og þér sjálf-
sagt munið.“
„Já,“ sagði Rasputin, „með
morðingja i leyni í dimnium
skotum.“
„Sameiginlegir vinir vorir
segja, að þér séuð skynsamur
maður,“ hélt ráðherrann áfram.
„Og þess vegna ætla ég að koma
með tillögu.“
Hann bankaði á lokið á traust-
byggðum kistli, sem stóð á vagn-
gólfinu.
„í þessum kistli eru 200.000
gullrúblur,“ mælti hann. „Þær
eru yðar eign, ef þér stigið ekki
úr þessum vagni, en akið beina
leið til þorps yðar í Siberíu, og
heitið því við drengskap yðar,
að koma aldrei framar til St.
Pétursborgar.“
Rasputin lygndi aftur augun-
um, eins og hann væri að íhuga
málið.
„Þetta er vissulega ginnandi
tilboð, herra forsætisráðherra,“
sagði hann. „En áður en ég tek
því, verð ég fyrst að spyrja
keisarann. Ef hann segir . . .“
Ráðherrann greip reiðilega
fram í. „Grigori Yefimovitch,
þér megið ekki nefna þetta einu