Úrval - 01.05.1963, Síða 162
170
ÚR VAL
orði við keisarann. Ef þér ger-
ið það, þá blátt áfram neita ég
öllu. Þetta er algert einkamál á
milli okkar.“ Rasputin klöngr-
aðist út úr vagninum, leit bros-
andi beint framan í ráðherrann
og mælti: „Sannarlega ættuð þið
að vita það núorðið — allir
saman — að ég er ekki til sölu.
Ég fylgi rödd Guðs, og ekkert i
veröldinni getur komið mér til
að breyta gagnstætt henni.“
Hann sneri sér á hæli og
skálmaði eftir rykugum vegin-
um á eftir fylgdarliði sinu. Og
seint um kvöldið var forsætis-
ráðherrann vitni að því, þegar
keisarinn faðmaði ferð'amann-
inn að sér, og drottningin kraup
á kné og kyssti rykugan klæða-
fald pílagrímsins.
FRÆGUR SPÁDÓMUR
I janúar 1912 sneri keisara-
fjölskyldan aftur heim til Pét-
ursborgar ásamt Rasputin og
lífið gekk sinn vanagang. En ó-
vinum Rasputins fór stöðugt
fjölgandi og meðal þeirra var
margt stórmenni, svo sem stór-
hertogar, hershöfðingjar og téns-
herrar. Rasputin iét sem hann
vissi ekki af þeim og hélt áfram
sínu fyrra lífi og drykkjusvalli.
„Ég þekki hinn rétta Rasputin.
Hann hefur dásamlegt hjarta,“
sagði keisarinn, þegar 19 með-
limir úr hans eigin fjölskyldu
báru fram þá bæn, að hann
ræki frá sér þennan svallara.
En er rógburðurinn magnað-
ist sífellt, þar til keisarinn tók
að óttast um hásæti sitt og jafn-
vel lif, tók hann að lokuin rögg
á sig og færði það í tal við Ras-
putin að drottningunni við-
staddri. Hún hlýddi á með tár
í nugum, meðan keisarinn opn-
aði hjarta sitt, lýsti öllum vand-
ræðum sinum og spurði Ras-
putin hvað hann ætti að g'era.
„Ég veit, að illgjarnt fólk
reynir að ræna mig kærleika
ykkar,“ svaraði hann eftir
langa þögn. „Látið jíeim ekki
heppnast það. Ég elska ykkur
og vil vernda ykkur, og þess
vegna samþykki ég að við skilj-
um. Þegar jiið í næsta mánuði
farið til Krim, verð ég hér eft-
ir. En ég mun bíða þess, að þið
kallið mig til ykkar aftur. Og þið
verðið að kalla á mig. Ef þið
gerið það ekki, munuð þið missa
son ykkar áður en sex mánuðir
eru liðnir og hásætið líka.“
„Faðir Grigori,“ hrópaði
drottningin, ég leyfi yður aldrei
að yfirgefa okkur — aldrei!“
Hún skalf eins og hrísla, og
Rasputin lagði handlegginn um
herðar henni.
„Yerið þér róleg, dúfan min,“
sagði hann. „Æsið yður ekki. Ef
ég fer ekki með ykkur, mun
fólkið halda, að þið hafið visað.