Úrval - 01.05.1963, Page 163
RASPUTIN, LODDARINN MIKLI
171
mér frá ykkur, og þá mun hið
illa umtal þagna.“
Rasputin reyndist sannspár.
Regar keisarafjölskyldan fór til
Krim i apríl án Rasputins,
dofnaði yfir ærumeiðingunum.
En meðal almúgans, þar sem
orðstir hans hafði aldrei beðið
alvarlegan hnekki, gekk þrálát-
ur orðrómur um, að hann hefði
varað keisarann við því að
gleyma sér, annars mundi hann
missa son sinn og hásætið inn-
an sex mánaða.
Þessa spádóms, sem gerður
var í marz 1912, er getið í mörg-
um samtima skjölum, þar á
meðal endurminningum önnu
Vyrubovu. í Ochrana-skýrslum i
marz og april er minnzt á hann
að minnsta kosti sex sinnum.
Og vegna þess að hann var á al-
manna vitorði, vakti það, sem nú
gerðist óhemju athygli.
„MÁ ÉG DEYJA NÚNA,
MAMMA?“
Tæpum sex mánuðum síðar
fór keisarinn með hirð sina til
Grodno á vísundaveiðar. 20.
sept. fór keisarasonurinn, sem
nú var 8 ára gamall, stutta
skemmiferð á bát, ásamt gæzlu-
manni sínum, sem aldrei sleppti
af honum augunum. Þegar þeir
komu til baka, og' ríkiserfinginn
stökk upp úr bátnum, skrikaði
honum fótur og datt með hnéð
á stein.
Fyrir heilbrigðan dreng hefði
þetta verið meinlaust, en fyrir
Alexis var það ægilegt slys. Það
myndaðist þegar stærðar blóð-
kýli á hnénu og brátt hafði
hann fengið háan hita. Tveir af
beztu læknurn i Rússlandi, sem
ávallt fylgdu hirðinni á ferða-
lögum, gátu ekkert gert. Pró-
fessor Fedorov, frægasti skurð-
læknir Rússa, sem þá var kall-
aður til með símskeyti, sá þegar
i stað, að drengurinn hafði
fengið blóðeitrun, en allar til-
raunir til að stöðva hana reynd-
ust árangurslausar. Drengurinn
var oft meðvitundarlaus, en þess
á milli sárkvalinn. Næsta dag
þekkti hann ekki lengur hina
örvæntingarfullu foreldra sína.
Læknarnir báru saman ráð sin,
og voru sammála um, að öll
læknishjálp væri útilokuð.
í Pétursborg og Moskvu komu
út aukablöð með sorgarfregnina,
og kirkjuklukkum var hringt, til
þess að kalla trúað fólk til bæna
fyrir lífi ríkiserfingjans.
Einn dagur leið án nokkurrar
breytingar, en á öðrum degi
vaknaði keisarasonurinn sem
snöggvast til meðvitundar. Hann
rétti fram handleggina til móð-
ur sinnar og mælti blíðlega: „Má
ég' deyja núna, mamma?“
Drottningin rak upp hálfkæft