Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 164
172
ÚR VAL
óp, andlit hennar var afmyndað
og úr augunum skein örvænt-
ing. Hún leit beint á Önnu Vyru-
bovu. „Sendu eftir honum,“
sagði hún. „Sendu strax eftir
honum!“
Anna þurfti ekki að spyrja,
eftir hverjum ætti að senda, hún
gekk þegar út og sendi skeyti.
En Rasputin hafði farið að
heimsækja konu sina, og var nú
fyrir handan Úralfjöll, svo ó-
hugsandi var, að hann kæmist
til Grodno í tæka tið.
Um kvöldið hækkaði hitinn
enn, og' læknarnir óttuðust, að
hann lifði ekki nóttina af.
Morguninn rann upp grár og
drungalegur. Fyrir framan
sjúkraherbergið sátu nokkrir
menn og konur úr hirðinni, sof-
andi i hægindastólum og biðu
endalokanna. Skyndilega vökn-
uðu þeir við, að drottningin kom
inn. Allir risu á fætur og horfðu
óttaslegnir á hana. Hún var föl,
en þeim til mikiilar furðu var
hún brosandi. *
„Læknarnir sjá engin bata-
merki á syni minum,“ mælti
hún rólega. „En þrátt fyrir það
hef ég engar áhyggjur lengur,
og ég er komin til þess að segja
ykkur, að þið þurfið þess ekki
heldur. Ég fékk rétt í þessu
simskeyti frá föður Grigori, sem
ég skal lesa fyrir ykkur.“
„Guð hefur séð tár yðar og
heyrt bænir yðar. Verið ekki
lengur óróleg. Syni yðar mun
batna.“
Engin læknisfræðileg skýring
hefur nokkru sinni fengizt á
því, sem gerðist næstu nótt.
Prófessor Fedorov ritar, að vit-
anlega sé alltaf til sá möguleiki,
að einhver óskýranleg breyting
til bata gerist, sem virðist alger-
lega óháð því, sem er á valdi
nokkurs læknis að gera. En það
sé persónuleg skoðun sín, að
bati keisarasonarins hafi blátt
áfram verið hreint og ómengað
kraftaverk. Morguninn eftir opn-
aði drengurinn augun, og þá
voru þau björt og skær. Hitinn
var eðlilegur, marið og bólgu-
hnúturinn á hnénu hraðminnk-
andi og drengurinn var sýni-
lega úr allri hættu. Tveim vik-
um síðar, þegar hirðin sneri aft-
ur til Pétursborgar var hann al-
bata.
SKEYTIR EKKI
UM AÐVÖRUN.
Keisarinn bannaði nú allar
árásir á Rasputin bæði í blöðum
og i Dúmunni. Síðustu árin fyr-
ir fyrri heimstyrjöldina var fyrr-
verandi vagnstjórinn frá Síberíu
hinn raunverulegi stjórnandi
Rússaveldis. Hann skipaði ráð-
herra og leysti þá frá embætti,
úthlutaði heiðurslaunum, ákvað
hverjir fengju áheyrn hjá keis-