Úrval - 01.05.1963, Side 167
fíASPUTIX, LODDARIW MIKLI
175
til að ætia, að síberiski bóndinn
yrði þagnaður að fullu, áður en
hann gæti svarað skeytuni keis-
arans.
í Pokrovskoye var Rasputin
næsta morgun vakinn af bréf-
bera, sem færði honum sím-
skeyti. Hann hraðaði sér út á
eftir honum, að líkindum tii að
senda svar. Fyrir utan húsið
beið fögur kona, sem ávarpaði
hann brosandi. Þegar hann sneri
sér að henni, rak hún hníf
tvisvar á kaf í brjóst honum.
Rasputin þrýsti báðum höndum
að brjósti sér, og starði nokkra
stund á konuna, sem hrölck aftur
á bak eins og hún hefði verið
slegin. Þvi næst hné Rasputin
niður.
„ÞETTA ER í SÍÐASTA
SINN, SEM ÉG GET
BJARGAÐ HONVM
Átta klukkustundir liðu áður
en læknir kom til Rasputins.
Flestir aðrir hefðu þá verið
dauðir og Rasputin var svo langt
leiddur að tíu dagar liðu áður
en hægt var að flytja hann i
sjúkrahús, og læknarnir voru
vonlitlir um að hann héldi lífi.
Konan náðist þegar, og reynd-
ist vera opinber vændiskona frá
Pétursborg'. Lögreglan reyndi
eftir beztu getu, að komast að
því, hvers vegna hún reyndi að
drepa Rasputin, en hún virtist
hafa tapað bæði máli og' rænu
eftir síðasta augnatillit Rasput
ins. Allar tilraunir til þess að
komast að orsök glæpsins reynd-
ust árangurslausar og rétturinn
dæmdi hana á hæli.
En hver sem ástæðan var, þá
hafði konan lagt að velli eina
manninn, sem hefði getað af-
stýrt ófriði, og gengu atburð-
irnir miskunnarlaust sinn gang.
Keisarinn gerði enn nokkrar ör-
væntingarfullar tilraunir til að
komast hjá ófriði, en 31. júli
gaf hann fyrirskipun um al-
mennt herútboð, og næsta dag
sagði Þýzkaland Rússum stríð
á hendur. Hvert landið á fætur
öðru dróst inn í deiluna og
blóðbaðið hófst.
„Ef munkurinn hefði verið
hér, hefði ekkert stríð orðið!“
segir franski ambassadorinn,
Maurice Paleologue, að Anna
Vyrubova hafi hrópað. „Hvílík
ógæfa að hann var hér ekki til
að ráðleggja keisaranum!“
Xokkrum mánuðum síðar varð
keisarasonurinn fyrir því slysi,
að reka sig á hurð og merja sig
á nefinu. Hann fékk þegar ó-
stöðvandi blóðnasir og var lagð-
ur í rúmið með háum liita.
Vesalings drottningin, harmi
lostinn, ásakaði mann sinn i
örvæntingu sinni: „Þetta er þér
að kenna, þú leyfðir Rasputin
að fara. An hans deyjum við