Úrval - 01.05.1963, Síða 169
RASPUTIN, LODDARINN MIKLI
177
æstra, ungra föðurlandsvina.
Báðum hafSi þeim tekizt að
losna undan herþjónustu og áttu
heima i Pétursborg. 3.) Purishk-
evitch þingmaður. 4.) Suchotin
nokkur, liðsforingi og 5.) pólsk-
ur læknir, að nafni Stanislaus
Lasovert. Nikulás stórhertogi
var svo hygginn að halda sig
bak við tjöldin.
IIIÐ SKYGGNA FÓRNARLAMB.
Aköfustu fylgismenn Rasput-
ins héldu því fram, að hann
væri forspár, og hegðun hans
á næstunni bendir mjög sterk-
lega til þess. 28. nóv. bað hann
Golovinu greifafrú, að koma sér
í samband við Yussupov prins.
Hann lét ekki uppi neina ástæðu,
en þetta var nákvæmlega sólar-
hring eftir að prinsinum hafði
verið falið að ráða hann af
dögum.
Hvorki greifafrúin né dóttir
hennar gátu gert sér í hugar-
lund, hvers vegna prinsinn tók
boðinu svo fúslega. Þær skildu
heldur ekki, hvers vegna honum
var svo mikið niðri fyrir —
fölur og órólegur, meðan hann
beið.
Rasputin kom bráðlega. Hann
leit hvorki á húsmóðurina né
dóttur hennar, en gekk beint
til unga prinsins og mælti sein-
lega: „Svo að þér eruð ungi
maðurinn, sem ég hef svo lengi
beðið eftir.“
Greifafrúin og dóttir hennar
botnuðu ekkert í þessu ávarpi,
en prinsinn virtist skilja það
mæta vel og hann starði ótta-
sleginn á munkinn.
Rasputin faðmaði prinsinn og
kyssti hann á báðar kinnar sam-
kvæmt rússneskri venju, og
Yussupov svaraði í sömu mynt,
en þó nauðugur. “Hví eruð þér
svo fölur?“ mælti Rasputin.
„Það er ekkert að óttast.‘
Yussupov tók að tala til að
leyna fáti sinu. Sagðist vera
lasinn, taugaveiklaður og minn-
islaus, og hann vissi ekkert
hvað að sér gengi. Ef til vill
gæti Rasputin hjálpað sér?
„Auðvitað skal ég hjálpa
yður,“ sagði Rasputin. Tíminn
er enn ekki kominn, en hann er
skammt undan. Óttizt ekki, þeg-
ar þar að kemur, ég skal láta
yður vita.“
Tveim dögum síðar bauð Ras-
putin honum heim til sín, og i
endurminningum sínum hefur
prinsinn lýst nákvæmlega því,
sem gerðist. Rasputin sagði hon-
um að leggjast á rúmið, siðan
beygði hann sig yfir hann,
horfði í augu hans og tók að
nudda gagnaugu hans gætilega.
Yussupov fann hitabylgju
streyma um líkama sinn. Hann
gat ekki litið af augum Ras-