Úrval - 01.05.1963, Side 171
RASPUTIX, LODDARINN MIKLI
179
átyllu til þess að bjóða fórnar-
lambinu heim ó þeim tíma sól-
arhringsins. En enn einu sinni
lagði Rasputin sjálfur tækifær-
ið upp í hendur honum, eins og
hann væri fullkomlega heima í
ráðagerðinni.
„Það er sagt að kona yðar sé
fegursta konan i höfuðborg-
inni,“ sagði hann dag nokkurn
við Yussupov. „Mér þætti mjög
gaman að hitta hana. Ef til vill
vilduð þér kynna okkur?"
„Alveg sjálfsagt, faðir Gri-
gori,“ svaraði Yussupov. „En
bað væri betra, að þér kæmuð
eftir miðnætti, þegar þjónarnir
eru gengnir til náða. Kona i
hennar stöðu verður að gæta
mannorðs sins. Þér vitið hvernig
fólkið skrafar.“
Það varð svo að samkomu-
tagi, að Yussupov skyldi sækja
Rasputin í vagni sínum um mið-
nætti 16. des., og gerðar skyldu
sérstakar ráðstafanir til þess að
losna við Ochranamennina.
Klukkan 11 þetta kvöld fór
Yussupov með hina nefndar-
mennina niður í kjallaraher-
bergi, þar sem hann hugðist
veita Rasputin móttöku. Þar
hafði verið kveiktur upp eldur,
og á borðinu stóð bakki með
glösum. Þar stóð einnig súkku-
laðikaka, sem vitað var að Ras-
putin var sólginn i, og vinflösk-
ur.
„Hvar er nú eitrið?“ spurði
Purishkevitch.
Lasovert læknir dró upp öskju
með blásýrudufti. Hann lyfti
efsta laginu á þremur stykkjun-
um af súkkulaðikökunni og lét
vissan skammt af duftinu i syk-
urlagið á hverju stykki.
„í hverju stykki fyrir sig er
meira en nægilegur skammtur,“
mælti hann. „En ef svo færi
að hann hafnaði kökunni, verð-
um við að hafa nægan skammt
i vininu líka.“
Þeir Yussupov og Lasovert,
sem klæðst hafði einkennisbún-
ingi ekils, óku því næst af stað
að sækja Rasputin, en hinir
þrir fóru upp, og biðu í skrif-
stofu prinsins. Rasputin var ekki
tilbúinn, en tók þegar að klæðast
sínum beztu fötum.
Skyndilega snéri hann sér að
Yussupov og mælti. Á ég að
segja yður nokkuð, Felix Felix-
ovitch? Protopopov,. innanríkis-
ráðherra, heimsótti mig í dag
og varaði mig við að fara úr
húsinu. Og vitið þér hvers
vegna?“
„Faðir Grigori,“ sagði liann,
„Þeir ætla að ráða yður af dög
um. Ég get sagt yður alla ráða-
gerð þeirra, ef þér viljið.“
„En ég þurfti þess ekki með.“
„Protopopov," sagði ég, „ég
veit meira um fyrirætlanir
þeirra en þér.“ Hvað segið þér