Úrval - 01.05.1963, Síða 175
RASPUTIN, LODDARINN MIKLl
183
langtum verri en mín örlög,“
sagði Rasputin einu sinni við
önnu Vyrubova. Nikulás stór-
hertogi féll fyrir kúlum Bolsé-
vika, Purishkevitch og hinir
allir soguðust niður og hurfu i
„RauSu bylgjunni", og má
segja að örlög þeirra hafi ver-
ið hörmuleg.
En örlög vina hans voru ekki
síður hryggileg. „Þegar ég verð
hér ekki lengur til að vernda
ykkur, munuð þið missa son
ykkar, hásætið og lif ykkar,“
sagði hann við keisarahjónin.
Og svo fór einnig. Áður en ár
var liðið var öll keisarafjöl-
skyldan fangar kommúnistanna.
í Ekaterinburg, ekki langt frá
fæðingarþorpi Rasputins, var
lífsljós þeirra allra slökkt af
böðli Bolsévika 16. júlí 1918.
í huga sér mála menn djöfulinn svartan, en mæti þeir honum,
sýnist þeim hann rósrauður.
— Klippið hér
Hefur þú þörf fyrir 2 þúsund króna aukatekjur
í næsta mánuöi?
Einstakt tækifæri. Þú getur unnið þér inn í frístundum
2 þús. kr. eða meira í hverjum mánuði. ÚRVAL þarf á fleiri
fulltrúum að halda til Þess að taka á móti áskriftum alls-
staðar á landinu. Engin reynsla áskilin og þú þarft ekki
einu sinni að fara að heiman og jafnvel rúmfastir sjúklingar
gætu gert þetta. Þú sendir einfaldlega til allra þeirra, sem
þú nærð til litla fallega miða, sem við útvegum þér ókeypis.
Pantanirnar streyma til Þin i gegnum sima, póst og með
persónulegu sambandi.
Þetta er aðeins ein leið til Þess að fá pantanir, við munum
láta þig vita um aðrar, sem eru jafn léttar.
Hefurðu áhuga?
Útfylltu þá miðann, hinum megin á blaðsíðunni og sendu
okkur.
v _________________________________________________________