Úrval - 01.05.1963, Síða 179
Skilgreining á riddaramennsku:
Það er hvöt, sem karlmenn búa
yfir, og lýsir sér í því, að þeir
vilja vernda konu fyrir öllum
karlmönnum — þ. e. a. s. öllum
°ðrum karlmönnum.
— Jon Pertwee.
•
Snillingur, það er maður, sem
getur verið sammála konunni
s>nni á svo sannfærandi hátt, að
hún skiptir strax um skoðun.
■— Look.
•
Skilgreining tilhugalífsins: Það
timabil i lífi hverrar stúlku, þeg-
nr maður tekur hana í faðm sér
°g segir henni, hversu dásamleg-
Ur — hann sé.
— Dan Bennett.
•
Það hefur aldrei skaðað neinn
mann að hlaupa á eftir kvenfólki.
Haettan kemur fyrst til sögunnar,
eí honum tekst að ná einhverri.
— New York Mirror.
•
Fyrir giftinguna ættirðu að
hafa augun galopin. E'ftir hana
®ttirðu að hafa þau hálflokuð.
Gertrude Berg, leikkona.
1 Frakklandi giftast stúlkur,
þegar þær eru ástfangnar upp
fyrir eyru. I Bandaríkjunum gift-
ast þær, þegar þær eru skuldugar
upp fyrir eyru.
— Denise Darcei, kvikmyndaleikk.
•
Skilgreining ástarinnar: Það er
sú blekking, að ein kona sé ann-
arri ólík.
— H. L. Hencken.
•
Það eru aðeins góðu stúlkurn-
ar, sem halda dagbók yfir það,
sem þær aðhafast. Vondu stúlk-
urnar hafa aldrei tíma til þess.
Tallulah Bankhead, leikkona.
«
Viljir þú hafa karlmann ham-
ingjusaman, skaltu meðhöndla
hann eins og hund. — Sýndu hon-
um mikla ástúð — og hafðu band-
ið nægilega slakt.
— Cyd Charisse, dansmær.
•
Ef konur klæddu sig raunveru-
lega með það fyrir augum, að
þóknast eiginmönnum sínum,
myndu þær klæða sig á miklu
styttri tíma en Þær gera.
— Saturday Evening Post.
Hljóðið, sem fylgir kossinum,
er ekki eins hátt. og það, sem fylg-
ir fallbyssunni, en bergmál þess
varir miklu lengur.
— Anon.
•
Piparmey er stúlka, sem er enn
að leita að piparsveini.
— „Quote".