Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 181
Þegar sonur minn, 14 ára gam-
aU. hafði vaðið elginn í símanum
hálfa klukkustund, vakti það at-
hygli mína, að allt í einu varð
hljótt í dagstofunni, þar sem sím-
inn var. Af forvitni opnaði ég
dyrnar og sá þá að hann lá endi-
langur í legubekknum; var að
horða brauðsneið, en símtólið lá
a borðinu hjá símatækinu.
,,Hvers vegna leggur þú ekki
simtólið á?“ spurði ég.
,,Við erum ekki búin að tala ut,
en hún var orðin svo svöng, og ég
fékk mér þá bita líka.
☆
Vinátta milli manns og hunds
er haldgóð, vegna þess að hundur-
inn getur ekki leyst frá skjóðunni
°g sagt, hvað honum býr í brjósti.
☆
Verkfræðingur hafði komið sér
UPP glæsilegum búgarði, og þar
hafði hann komið fyrir ýmsum
nppfinningum sínum. Einhverju
sinni kom gamall vinur hans í
heimsókn. Honum fannst garðs-
Miðið dálítið stirt, og hafði orð
á þvi við vin sinn.
„Þú verður endilega að athuga
hliðið,“ sagði hann, er þeir höfðu
heilsazt. „Verkfræðingur á ekki að
hafa hjá sér hlið, sem er svona
stirt."
„O, það er nú ekki að ástæðu-
lausu,“ sagði verkfræðingurinn.
„Hliðið er nefnilega í sambandi
við vatnsgeyminn á þakinu. Hver,
sem opnar hliðið, dælir tíu lítrum
vatns í geyminn fyrir okkur.“
☆
Suður-afrískur ættflokkur losn-
ar við öll löng ræðuhöld með því
að láta ræðumann alltaf standa á
öðrum fæti, meðan hann heldur
ræðuna. Tími hans er svo útrunn-
inn, þegar hann missir jafnvægið.
☆
Klukkan á turni slökkvistöðvar-
innar var orðin óhrein, og fenginn
var maður til þess að hreinsa skif-
una. Hann reisti geysiháan stiga
og klifraði upp að klukkunni. í
sama bili kom drukkinn maður
þar fram hjá.
Sá drukkni leit sem snöggvast á
manninn í stiganum, sneri sér síð-
an að vegfaranda og sagði:
„Fjandi er þessi nærsýnn, mað-
ur!“
☆
Karlmenn verða sköllóttir vegna
hinnar miklu starfsemi, sem á sér
stað inni í höfðum þeirra. Það er
af sömu ástæðu, að konur fá svo
sjaldan skegg.