Úrval - 01.10.1963, Síða 16
28
UR VAL
Vandaðu mál þitt
1
Hér fara á eftir 17 orð, orðasambönd og orðtök með réttri og rangri
merkingu ásamt tveim málsháttum og einum vísuparti til athugunar.
Prófaðu kunnáttu þina í íslenzkri tungu og auk þú orðaforða þinn
með því að finna rétta merkingu orða og orðasambanda.
1. bambi: stór magi, pískur, tunnustafur, stórt tré.
2. barö: áfellisdómur, skjól, kjölfesta, framstafn á skipi.
3. bendill: vlsifingur, flækja, sjóskrímsli, legging.
4. erja: erill, óhemja, plægt land, grýtt jörð.
5. fjósnir: þjóhnappar, nautgripir, magáll, valdbeiting.
6. fjölmæli: mælska, skvaldur, meiðyrði, orðkynngi.
7. galahjallur: hani, hávær skrafskjóða, illmálgur maður, sólbyrgi.
8. hvotingur: hræðsla, taugaæsingur, öldugangur, él.
9. jastra: nöldra, ljóma, þrátta, ilma.
10. loddi: vettlingur, silakeppur, gróft band, færi.
11. þræsingur: langvarandi kalsastormur, bræðingur, bloti síðla vetr-
ar, þrálátur kvílli.
12. œs: vagn, flýtir, aktaumar, brún.
13. Minn hlutur hefur áleikizt: ég hef farið halloka, komizt úr kútn-
um, rétt minn hlut.
14. Honum bregöur til oettarinnar: hann leitar til ættmanna sinna,
hann líkist þeim, er þeim háður.
15. Ganga aö boröi viö einhvern: matast með, láta undan, sættast.
16. Renna dorg eftir einhverju: leitast við að komast að einhverju,
leita að, þrá.
17. Draga dám af: hæðast að, líkjast, fá bragð af.
18. Margan hefur auöur apaö. Hvað þýðir hér sögnin að apa?
19. BregÖur hönd á venju. Hvað þýðir þessi málsháttur?
20. Ræ ég fram í fiskisker,
flóki þar viö botninn er (Gömul vísa).
Hvað þýðir orðið flóki.
Lausn á bls. 100.