Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 102
114
Ú R V A L
lega í ljós5 mjög skyndilega,
þótt um sé að ræða einstaklings-
bundin frávik.
Skýrslur sýna, að fjöldi þeirra,
er slika hjartabilun fá, eykst ár-
lega. Það er því engin furða, að
sjúkdómur þessi er orðinn eitt
af alvarlegustu áhyggjuefnum
læknavísindanna.
Ýmsar kenningar hafa komið
fram til skýringar þessari hröðu
aukningu tilfella. Þar á meðal er
hár blóðþrýstingur, sykursýki;
skjaldkirtilssjúkdómur, er stafar
af minnkandi starfsemi skjald-
kirtilsins, offita fólks og álag,
og þensla þjóðlífs okkar, er ein-
kennist af geysilegri samkeppni.
Engin þessara skýringa er álitin
fullnægjandi af læknum þeim,
sem við þennan sjúkdóm fást.
Nú er verið að rannsaka mögu-
lega aðild mettaðrar dýrafitú og
cholesterolefnis að sjúkdómi
þessum, bæði sitt í hvoru lagi og
í tengslum við aðra þætti, er
einnig geta valdið sjúkdómnum.
Það virðist vera fyrir hendi á-
kveðin sönnun þess, að efni
jiessi kunni að standa í sérstök-
um tengslum við margar tegund-
ir hjartasjúkdóma.
Mettaðar dýrafitutegundir og
cholesterol.
Við hvað er átt með orðunum
mettuð dýrafita og cholesterol?
Vissar dýrafitutegundir eru
hluti af hinni nauðsynlegu fæðu
okkar. Ilvað efnasamsetningu
snertir, eru fitur myndaðar úr
fitukenndum sýrum og glycerini
i hlutfallinu 3 hlutar af sýru á
móti 1 hluta af glycerini. Sumar
þessar fitutegundir eru mettað-
ar (,,hydrogenaðar“) vegna
þess að þær hafa gengið i sam-
band við auka vatnsefnisgas í
eius ríkum mæli og þeixn er
unnt. Þess vegna eru þær ekki
eins virkar kemiskt séð og hinn
ómettaði hópur.
Cholesterol er ekki fita, heldur
hreinn vinandi, sem býr yfir
sumum einkennum fitu. Það er
fyrir hendi i dýralíkömum, og
er magn þess mest í sérstökum
vefjum, svo sem heila, taugum,
vefjum fyrir ofan nýrun, i bris-
kirtli og lifur. Cholesterol berst
út í líkamann á tvennan hátt,
annars vegar í fæðunni, sem
etin er, og hins vegar er það
framleitt af lifrinni.
Að hvaða leyti er neyzla mett-
aðra dýrafitutegunda og chol-
esterols varhugaverð ? Augsýni-
lega er ekkert varhugavert við
slíka neyzlu, sé hún í hófi.
Á uppvaxtarárunum, á meðan
barnslíkaminn er að vaxa, er
vissulega þörf slíkra efna vegna
orkueyðslu og heilbrigðs vaxtar
og þroska. Einnig er þörf fyrir
cholésterol til ýmissa vissra nota
t. d. framleiðslu D-bætiefnis,