Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 33
„JUJU“, SVARTIGÁLDUR SVERTIXGJA
45
hafði leitt mikla harma yfir ætt-
flokkinn.
En stjórn Kenya sýndi rikan
skilning á öllum aðstæðum og
reyndi því að bæta fyrir þessa
tilgangslausu slátrun.
Margir í Sukflokknum þjást af
sjóndepru, sem verður smám
saman að blindu. Nýtízku augn-
skurðlækningar geta tiltölulega
auðveldlega ráðið niðurlögum
þessa sjúkdóms. Sent var í flýti
eftir þekktum augnskurðlækni,
og kom hann tafarlaust til hins
gróðurlitla eyðimerkurhéraðs
nálægt Baringo, þar sem Suk-
flokkurinn dregur fram sitt
auma líf. Á rúmri viku fram-
kvæmdi hann fjölda uppskurða
og bjargaði sjón margra.
Og þannig var hinum einföldu
Afríkumönnum sýnt fram á, að
þótt „juju“ Lucasar hefði brugð-
izt, hefði ,,juju“ hvíta mannsins
fært mörgu fólki Sukflokksins
mikla blessun og hamingju.
Einu truarbrögð mikils meiri-
hluta fólks í Afríku eru enn anda-
trú (animism), blíðkun og dýrk-
un guða og illra anda, sem bú-
staði eiga í trjám, einnig í
fljótum, fjöllum og öðrum lif-
vana hlutum. Og þvi finnst Afr-
íkubúum það ofur eðlilegt, að
yfirnáttúrlegir kraftar geti búið
í töfragripum eða „juju“.
Til eru kynferðilegir töfra-
gripir, t. d. frjósemisbrúður.
Þeir gripir eru venjulega skornir
úr tré og hafa til að bera getn-
aðarfæri i stækkaðri mynd. Eru
gripir þeir álitnir auka frjósemi
eigendanna.
Fyrir hálfan áttunda shilling er
hægt að kaupa hringi á markaðs-
torginu í Accra, sem staðhæft
er, að geri eigandanum fært að
vita, hvort stúlka gengur með
kynferðissjúkdóm, og í slíku
landi, þar sem lekandi er land-
lægur sem farsótt væri, er geysi-
leg sala í slikum gripum.
Dag nokkurn var ég að vinna
í skrifstofu minni, þegar afrísk-
ur vinur minn heimsótti mig og
sagðist ætla að aka til Kumasi.
Ég vissi, að maður þessi var i
leyniþjónustu stjórnmálaflokks
Nkrumahs og' myndi einmitt á
þeirri stundu stofna sjálfum sér
í hættu með þvi að koma til
Kumasi, aðalstöðva flokks and-
stæðinganna.
Siðasti leynilegi erindrekinn,
sem sendur hafði verið til Kum-
asi, hafði verið skotinn tafar-
laust, og lét ég því í Ijósi áhyggj-
ur mína vegna öryggis hans.
„O, hafðu engar áhyggjur mín
vegna,“ sagði hann og brosti
glaðlega. „Ég er búinn að kaupa
töfragrip gegn kúlum. Kúlurnar,
sem skella á mér, þjóta bara til
baka........”
Ég hef myndað mér eigin
skoðun á töfragripum gegn