Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 31
,JUJU“, SVARTIGALDUR SVERTINGJA
43
gæf í Ghana nú á dögum. En i
Nigeríu og á fyrri yfirráðasvæ'ð-
um hins franska hluta Vestur-
Afríku er enn urn að ræða tíðar
og grimnrilegar svartagaldurs-
aðgerðir. Þar eru galdrasiða-
morð eða rnorð til þess að gera
það mögulegt að frenrja „juju“
enn tið þrátt fyrir herferð lög-
reglunnar gegn þeim. Stundum
finnst lík, oftast af ungum börn-
um, sem eitthvert liffæri vantar
á. Þetta eru verk galdralækn-
anna eða aðurstoðarmanna
þeirra.
Ríkur maður fer til „juju“-
mannsins og skýrir honum frá
alvarlegum vandamálum sínum.
Hann er að verða kynferðislega
getulaus, hann á óvini, eða fyrir-
tæki hans standa ef til vill höll-
um fæti. Hvað getur galdralækn-
irinn gert i málinu? Honum er
tilkynnt það hátíðlega ,að nauð-
syn beri til að fremja alveg sér-
stakan svartagaldur og muni það
verða dýrt. Þörf mun verða fyrir
lifur, eistu eða bióð ungs drengs
til þess' að fremja svo áhrifa-
ríkan svartagaldur, að hann geti
ráðið bót á þvi, sem að ríka
manninum amar. Þetta niun ef
til vil kosta 200-300 sterlings-
pund.
Maðurinn, sem er orðinn
næstum sturlaður vegna vanda-
máls sins, er reiðubúinn til þess
að reyna hvað sem er, verði
vandamál hans leyst með því
móti.
Hann afhendir galdralæknin-
um peningana, og galdralækn-
irinn sendir aðstoðarmenn sína
í hina óhugnanlegu leit ■—■ að
litlum dreng, sem reikað hefur
burt frá heímili sínu.
Þegar ég var í Accra árið
1956, fannst litil stúlka látin á
strönddnni. Sérhver blóðdropi
hafði verið tæmdur úr líkama
hennar. Morðingjarnir fundust
aldrei, þótt rannsóknarlögregla
Ghana vissi, að þarna höfðu
„juju“-morðingar verið á ferð-
inni.
Trúa „juju“-mennirnir i raun
og veru ’ á það, sem þeir að-
hafast? Trúa þeir því, að lífi
saklauss barns verði að fórna til
þess að gera „jujuið“ áhrifa-
rikt? Enginn mun nokkru sinni
fá að vita það, því að enginn
„juju“-maður mun nokkru sinni
kannast við, að hann styðjist við
galdrasiðamorð.
Ég varð fyrst var við „juju“
eða hið austur afríska afbrigði
þess, þegar ég var liðsforingi í
hinni konunglegu afrisku riffla-
sveit árið 1950.
Stór og sterkur liðþjálfi frá
Uganda, Abdulla að nafni, sem
unnið hafði sér heiðursmerki
fyrir hreystilega framgöngu i
Burma í heimsstyrjöldinni, varð
snögglega heltekinn af einkenni-