Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 59
IIIÐ GEYSILEGA LANDFLÆMI USSR
71
liggur yfir Kaspíahaf. í su?5ri
liggja Sovétríkin að Tyrklandi,
íran og Afghanistan.
í suðaustri eru nágrannar
Sovétrikjanna, Kínverska Al-
þýðulýðveldið, Mongólska Al-
þýðulýðveldið og Kóreska Al-
þýðulýðveldið (Norður-Kórea).
Suðausturlandamærin hefjast
i Tien-Shan-fjöllum, liggja yfir
fjallgarðinn við Pobedatindinn
og liggja siðan yfir fjöll og dali
i norðausturátt. í héruðunum
handan Bajkalvatns mynda fljót-
in Argun, Amur og Ussuri landa-
mærin. í austri takmarkast Sov-
étrikin af ströndum Kyrrahafs.
Japanshaf greinir á milli Sovét-
ríkjanna og Japan og Berings-
sund á milli þeirra og Banda-
ríkjanna.
í Iíyrrahafinu eiga Sovétríkin
fjölda eyja, og eru flestar þeirra
i Kurileyjaklasanum. Stærsta
eyja Sovétrikjanrta í Kyrrahaf-
inu er Sakhalin (Sahalin).
í norðri takmarkast Sovétrík-
in af Norður-íshafinu. Þar er
hinn sovézki hluti norðurheims-
skautssvæðisins. Landamærin
fylgja hugsaðri línu, sem tengir
Fiskiskaga (Varangursfjörð) og
Ratmanoveyju við Norðurheims-
skautið. Allt land á því svæði er
hluti af landssvæði Sovétrilíj-
anna.
VÖRN GEGN BÖKASAFNSÞJÓFUM.
Fundið hefur verið upp ráð til hess að koma í veg fyrir, að
þjófar yfirgefi bókasöfn með óskráðar bækur i fórum sínum.
Leyndarmálið er fólgið í vissri lykt, sem lyktarskyn manna
greinir ekki, en vél nokkur getur greint, og er henni komið
fyrir við útgöngudyr safnsins. Lyktarefni þetta er borið á allar
bækur safnsins, því er síðan hægt að ná af þeim bókum, sem
fengnar eru að láni, og er það gert með þvi að nudda efni þetta
burt af blettinum, sem það hefur verið borið á. Þegar stolnar
bækur eru bornar fram hjá vélinni, gefur hún hávært viðvörun-
armerki.
Skilgreining á meöfœddri eölisávísun konunnar: Sá hæfileiki
hennar að geta „lesið á milli lyganna." „Daily Express".