Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 35
47
Ógleymanlegur maður
,,Fylgdu honum
Dóra heimt!
Eftir Stefán Júlíusson.
áMSL egar ég fleygi upp-
^ kasti, sem oft kemur
fyrir, eða tek til á
_______jgj- skrifborðinu mínu,
sem ejnnjg j,er
gríp ég alltaf til snoturrar papp-
írskörfu, sem alla jafna stend-
ur reiðubúin undir skrifborðinu.
Ég er búinn að eiga þessa körfu
lengi, að minnsta kosti meira
en hálfan annan áratug, og ég
er staðráðinn að eig'a hana með-
an nokkur töggur er i henni.
Þvi miður man ég ekki nákvæm-
lega, hvenær ég fékk hana, en,
hins vegar man ég gjörla, hvern-
ig ég fékk hana. Þvi mun ég
aldrei gleyma.
Það er síðla dags á öndverð-
um vetri, að dyrabjöllunni er
hringt. Ég er einn heima og fer
til dyra. í hálfdimmunni úti
fyrir stendur gamall maður,
lotinn i herðum og niðurlútur,
og lítur ekki upp. Við hlið hans
stendur lítil telpa og heldur
í hönd honum. Undir hinuni
arminum heldur hann á brugð-
inni tágakörfu, tvílitri og hag-
lega gerðri. Ég heilsa. Þá réttir
hann úr sér og segir: „Sæll
vertu, Stefán, þú munt þurfa
á pappírskörfu að halda til að
henda í úrganginum.“ Svo hlær
hann. Hvað ég þekki þennan
hlátur vel.
Maðurinn við dyrnar er ekki
i neinum vafa um, hver hafi
heilsað honum, þótt hann sjái
mig elcki. Hann hefur eltki
4