Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 140
152
ÚRVAL
JBroadwayleikhúsum, svo sem
Anderson, eða balletskapendur,
svo sem George Balanchine
(sem hafði veriS ráðinn til þess
að setja á sviS fílaballet). Hann
hafði einnig ráðið Norman Bel
Geddes til þess að sjá um allt
viðvíkjandi útbúnaði sýning-
anna, og svo hafði hann ráðið
hóp af ungum stúlkum til þess
að veita sýningunum glæstan
kvenlegan yndisþokka. Hann
kallaði þær „Hinar fimmtiu
Fögru Smástjörnur Norths“. Mér
til mikiliar furðu, reyndist ég
vera ein af þeim.
Ég veit ekki, hvernig' við og
hr. Anderson lifðum þessa fyrstu
æfingadaga af. Við byrjuðum
um níuleytið á morgnana og
hættum ekki fyrr en kl. 6, og
þá lá við að helmingurinn af
smástjörnunum væri búinn að
fá móðursýkiskast af ofþreytu.
Eftir hina löngu vetrarhvild
hrukku hinir þjálfuðu sýningar-
hestar við, i hvert sinn er
þeir heyrðu nj'tt hljóð, prjón-
uðu og titruðu. Þeir urðu alveg
óðir, í hvert sinn er þeir fundu
lyktina af tígrisdýri. Zebrahest-
arnir slógu grimmdarlega til
hvers þéss, sem fram hjá þeim
gekk, og úlfaldarnir slógu ekki
aðeins, heldur spýttu þeir á
mann, og þeir hittu oftast beint
í mark. Giraffinn einn virtist
hafa gaman af að taka þátt í
sýningunum. Ef til vill var hon-
um þetta allt svo miklu auðveld-
ara, vegna þess að hann hafði
svo góða yfirsýn yfir allan ó-
skapnaðinn. Mér tókst að verða
ekki á vegi Barbette, á meðan
við vorum að æfa skrautsýning-
una. Hann stærði sig af því
að geta þjálfað sérhverja stúlku
til þess að leika listir í kaðl-
inum, sem notaður var fyrir
loftballetinn. Hann var þakinn
segldúk og kallaður „vefurinn“.
Það gilti einu, hversu óþjálfuð
stúlkan var fyrir. Ég vildi því
ekki verða til þess, að honum
mistækist nú í fyrsta sinn. En
einn dag náði hann til min.
„Þú hefur aldrei farið upp í
kaðalinn, eða er það?“ spurði
hann.
„Ne~ei . . sko, ég er svo ægi-
lega lofthrædd. . .“
Barbette smeygði breiðri
iykkju um höfuð mér og festi
aðra aftan á háls mér, áður en,
ég gæti sagt meira. Hann gaf
tækjamanninum merki, og ég
var dregin á loft. Ég veinaði
og hélt mér dauðahaldi i kaðal-
inn, sem dinglaði fram og aftur
fyrir framan mig.
„Smeygðu löppinni utan um
kaðalinn,“ skipaði Barbette. „Þú
dettur ekki. Haltu þér ekki
dauðahaldi með höndunum.
Ég reyndi þetta. Kþðallinn
skarst inn í fótlegg minn, og