Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 149
FJÖLLEIKAHÚSLÍF
161
sonanna við ókunnugar stúlkur.
Þau spurðu mig fjölmargra
spurninga um hæfileika mína,
og ég varð að viðurkenna, að
ég væri bara filastelpa og hr.
North hefði ráðið mig. Ein af
heimasætunum, Cosetta að nafni,
yppti öxlum og leit þýðingar-
miklu augnaráði til Mömu Cristi-
ani.
Paratio baðst afsökunar á
þessu, þegar hann fylgdi okkur
heim í vagn okkar: „Mér þykir
þetta leitt, en Cosetta heldur,
að þú sért nýja stúlkan mín
og. . .
Paratio bjargaði okkur frá
hungurdauða í þessari ferð.
Hann gaf okkur mat á hverri
stöð. Og ætið var einhver ætt-
ingi hans i för með honum. Ég
fór að halda, að allir í flokknum
væru skyldir Cristiani-hjónunum
og þau hefðu öll með sér sam-
tök um að forða Paraito frá
óheppilegu hjónabandi.
BLÁTT SAG OG GLITPERLUR.
Mér fannst Madison Square
Garden ekki vera tilkomumikil
sjón séð frá götunni. En þegar
inn var koinið, var þetta vissu-
lega stórkostleg bygging. Ég
varð skyndilega máttlaus af
leiksviðsótta þegar ég leit á
sætaraðirnar, hverja upp af
annarri, og sá þær fyrir mér
troðfullar af fólki. Ég var raun-
verulega komin í sviðsljósið
eftir allar þessar hryíiilegu æf-
ingar!
Anne, Mary Louise, Lynn og
ég klifruðum upp á aðrar svalir
og störðum á risaköngurlóavef-
inn, sem virar og kaðlar mynd-
uðu í hinum ofboðslega stóra
sal. Hin rúmfræðilegu mynztur,
sem þannig mynduðust, voru
þrungin einhverri einfaldri feg-
urð. Uppi á efstu svölum, langt
fyrir ofan okkur, tóku rafvirkj-
ar að prófa kastijós og breyttu
þannig risasalnum í ævintýra-
land síbreytilegra lita. Langt
fyrir neðan okkur lífguðu rauð-
ir, hringmyndaðir segldúkar
upp á sýningarsvæðin, og þykkt
gólfteppi úr bláu sagi þakti allt
gólfið. Við vorum komin óra-
langt frá upplitaða æfingatjald-
inu i Sarasota.
Fjölskylda svifrárfimleika-
manna kom í Ijós fyrir neðan
okkur og' tók að klifra upp titr-
andi kaðalstigana upp á palla
sína. Er ég virti fyrir mér of-
boðslega einbeitingu þeirra,
þegar þau æfðu, skynjaði ég
þennan óáþreifanlega þátt, sem
veitir fjölleikahúsinu sitt eilífa
aðdráttarafl. Þessum mönnum og
konum tókst að ná út fyrir lík-
amieg takmörk sín vegna of-
boðslegs aga, sem þau sjálf
beittu sig. Þau færðu út landa-
rnæri afls sins og hugrekkis