Úrval - 01.10.1963, Qupperneq 156
1(58
ÚR VAL
gera við allt þetta vatn?“ spurði
ég-
„Þú átt að baða þig i þvi,
elskan,“ svaraði Anne. „Sápa
þig úr vatninu i annarri, skola
þig vir vatninu í hinni. Sparaðu
vatnið. Þú verður líka að þvo
af þér i þessu sama vatni. Vatns-
karlinn kemur bara með tvœr
fötur handa hverri stelpu!“
Ég deif fingri Ofan í vatnið
og rak upp óp. „Baða mig í
þessum ís? Það væri sjálfsmorð.
Vatnið er jökulkalt!“
„Svona er nú flökkulífið, elsk-
an,“ sagði Mary Louise þurr-
lega. „Er það ekki fagurt?“
VERÖLDIN SÉÐ OFAN AF
FÍLSIIAUS.
í upphafi sérhverrar sið-
degissýningar, þegar vögnum,
dýrum og listafólki var raðað
upp og allir biðu inngöngu-
merkisins, hafði ég dásamlegt
útsýni ofan af haus Rutar yfir
tjaldborgina okkar, sem náði
yfir fimm ekrur og tók stöðug-
um breytingum óaflátanlega. Það
var ekki sami glæsibragurinn
yfir bakgarðinum og framhlið-
ini. Þar hékk þvottur á öllum
stögum, og smástjörnur voru
stöðugt að skjótast út til þess
að skvetta sápuvatni úr fötunum.
Aðalstjörnurnar notuðu oft
rauðu tækjavagnana sem einka-
búningsherbergi. Fyrir gluggun-
um voru oft lagleg gluggatjöld,
og skrautlegu stólarnir úti fyrir
vögnunum vörpuðu heimilisleg-
um blæ á umhverfið.
í tjaldi verkamannanna, sem
unnu við að reisa tjöldin, lágu
karlarnir nú endilangir á jörð-
inni og sváfu allan daginn, frá
því að tjöldin voru komin upp,
þangað til var hringt í kvöld-
mat eða teningskast kvöldsins
hófst.
Yfir aðalgangstíg tjaldbúðanna
hvíldi ætíð sætur ilmur „sykur-
bómullar“ og reykilmur af steikt-
um pylsum. Sælgætissalar gengu
um og líktust helzt sjálfsölum,
þegar mest gekk á. Þá flugu
pylsur og gosdrykkjaflöskur frá
þeim í stríðum straumum, og
peningarnir streymdu til þeirra
í staðinn. Ofan af höfði Rutar
gat ég séð skrautlegu auglýsing-
arnar meðfram aðalstígnum, fá-
ránleg málverk af Feitu Kon-
unni, Handleggjalausu stúlk-
unni og Risanum. Og stundum
heyrði ég húlahljómfall hljóm-
sveitar, sem lék fyrir dansi
Havwaiimeyja, sem dönsuðu í
graspilsum á litlu leiksviði eft-
ir seiðandi hljómlist.
En fjölleikaborgin fékk á sig
annan blæ, þegar við lentum
í fyrstu stórrigningunni. Hún
hófst á einni síðdegissýning-
unni. Þá vorum við í „Skraut-
inu“. Regndroparnir skullu á