Úrval - 01.10.1963, Side 157
FJÖLLEIKAIIÚSLÍF
165
tjaldþakinu, líkt og milljón mýs
væru að trítla yfir það. Áhorf-
endur litu samúðarfullu augna-
ráði til okkar, en áhorfendur
voru allt aðrir í tjöldunum en
i sýningarhöllunum. Þeir lilógu
innilegar, og þeir voru ekki
hræddir við að klappa duglega
að afloknu hverju sýningarat-
riði.
Þegr ég kom að útgöngudyr-
unum, steyptist regnið niður í
holskeflum. Verið var að strengja
tjalddúka yfir opnu skrautvagn-
ana. Dooley og Prófessorinn
voru að teyma Rut að vagni,
sem festst hafði i leðjunni. í
búningstjaldinu voru smástjörn-
urnar að taka vaðstígvél og regn-
kápur upp úr ferðakistum sín-
um.
Það rigndi allt til kjölds.
Svæðið var nú allt orðið eins og
bráðið súkkulaði. Búningarnir
okkar voru allir gegnblautir og
leirugir. Á kvöldsýningunni
festust allir vagnarnir á sjálfu
sýningarsvæðinu. Nautahana-
kápurnar okkar urðu blýþungar,
ballettskórnir mínir losnuðu af
mér og ég endaði fílaatriðið
blaut og berfætt.
„Þakið á fílatjaldinu féll nið-
ur,“ sagði Dooley, þegar ball-
ettnum lauk. „Þetta er fyrsta
baðið, sem sumar af þessum
fyllibyttum hafa fengið nú um
nokkurra mánaða skeið.“
En allir virtust verða ánægð-
ari og glaðari eftir því sem á-
standið versnaði. Vörðurinn í
búningstjaldinu stjanaði nú við
okkur nýju stelpurnar aldrei
þessu vant, bauð okkur auka-
peysur, kvefmeðul og góð ráð.
„Hvað gengur að öllum í kvöld?“
spurði ég Mary Louise.
„O, það standa allir saman,
þegar ástandið verður slæmt,“
sagði hún. „Þú ættir bara að sjá,
þegar raunverulegt óhapp eða
slys kemur fyrir . . . Þá eru
allir sem bráðið smjör.“
Það var kalt í strætisvagn-
inum, sem flutti okkur til lest-
anna þá um kvöldið, og þar ang-
aði allt af blautum fatnaði.
Regnið skall óaflátanlega á rúð-
unum. Eitt sinn þegar við stönz-
uðum vegna umferðarmerkis,
gátum við séð inn i ibúð, þar
sem fjölskylda sat makindalega
kringum logandi arineld. Ég
fann, að allir í vagninum virtust
vilja teygja sig alla leið inn i
húsið, og þeir þráðu þessa hlýju,
þessi þægindi, þráðu unað heim-
ilislifsins. En áður en nokkur
gæti talað sem liðhlaupari, sneri
vagnstjórinn, hann Davvson, sér
við og sagði: „Litið þið nú hara
á þessa vesalings bjána! Þeir eru
bara ekki með á nótunum".
Og svo tóku allir til að syngja
og sungu alla leiðina, þangað til
við komum á stöðina, og enginn