Úrval - 01.10.1963, Síða 99
RA FEINDA KENNSLUVÉLAR . .
111
þegar tekið er tillit til þess, aS
flestir þessara nemenda áttu
falleinkunn yfir höföi sér, þegar
námstíminn hófst.
I menntaskóla einum í Indiana-
polis í Indiana er rafeinda-
kennslustofan notuð við kennslu
i hraðritun, og er kennslunni þar
skipt í þrjú stig, sem miðast við
leikni nemenda. í gamla daga fór
hraðritunarkennsla þannig fram,
að kennarinn stóð við púlt sitt
með skeiðklukku i hendinni og
las nemendum fyrir — og allir
urðu að reyna að hafa við kenn-
aranum, hvort sem þeim líkaði
betur eða verr. Rafeindakennslu-
stofan varð hins vegar til þess,
að nemendur gátu kosið sér hæfi-
legan hraða, og urðu því afköstin
jafnari og betri.
Hraðritunarkennarinn lét þau
orð falla, að nemendur fengju
heilbrigðari og betri æfingu með
aðstoð rafeindatækjanna, árang-
urinn væri svo augljós, að e-kki
væri um að villast.
í Redwood City i Californíu
hafa sex ára börn lært að lesa
hraðar og betur með aðstoð þess-
arar nýju tækni.
Dr. Helen Burke, sem veitir
forstöðu leskennsluskóla í Palo
Alto í Californíu, fann upp að-
ferð til að kenna börnum að lesa
með aðstoð hinna nýju tækja.
Hætt var hinni hefðbundnu hljóð-
fræðikennslu, og með hjálp raf-
eindakennslutækjanna lærðu
börnin að lesa og skrifa sam-
tímis. Aðferð þessi gaf ótrúlega
góða raun.
Dr. Burke naut aðstoðar frú
Anne Loushin, barnakennara við
Benjamín Fraklin barnaskólann
i Redwood City. Tilraunirnar hóf-
ust í október 1960 og lauk í júní
1961.
Dr. Bruke segir þannig frá
árangrinum:
„Fljótt tók að bera á kostum
þessa nýja kerfis, og nemend-
urnir sýndu ótrúlegustu fram-
farir í lestri, skrift og stafsetn-
ingu og hæfileika til að beita
orðum i setningum. Til dæmis
þegar líða tók á skólaárið þurftu
börnin sifellt minni tíma til þess
að læra og temja sér ný orð. Þau
þekktu ýmist þegar þessi orð
eða þá þau gátu fyrirhafnarlaust
kveðið að þeim. Auk þess fór
mun minni tími í að kenna staf-
setningu og skrift, er þessi nýja
aðferð var notuð.“
í Long Lots gagnfræðaskólan-
um í Westport i Connecticut er
rafeindakennslustofa notuð við
kennslu í erlendum tungumálum
og enskri málfræði. Allar lexiur
eru hljóðritaðar á Dictabelt og
geymdar í möppu á kennarapúlt-
inu. Framúrskarandi nemendur
þurfa ekki að eyða jafnmiklum
tíma i lexíur og hinir, þess vegna