Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 160
172
URVAL
sig, ef þörf krafði og nokkur
karlmaður var i gripfæri. Bragð-
ið heppnaðist lika. Bertha föður-
systir hafði aldrei átt í neinum
vandræðum með að ná tangar-
haldi á sínum mönnum, ekki
aðeins í svipinn, heldur fyrir
fullt og allt.
Komi óhapp fyrir, má ætíð
reikna með, uð þau verði þrjú
talsins.
Eitt funhéitt sumarkvöld stóðu
allir þátttakendur filaballettsins
við inngöngudyrnar að stóra
tjaldinu og hiðu þess, að kynn-
irinn gæfi merki um inngöngu.
Loftrakinn var hræðilegur.
Heitt, þungt loftið lamaði öll
skiiningarvit okkar. Annars
hefðum við gert okkur grein
fyrir þvi, að sumarstormur var
í aðsigi. Filarnir blökuðu til
eyrunum og lömdu rönunum
eirðarleysislega í jörðina. En
jafnvel fílahirðarnir voru lé-
magna og sljóir gagnvart hætt-
unni. Þeir reyridu varla að halda
fílunum í réttri röð.
Ég hallaði mér að einni löpp
Ginny, þegar á mig skall snögg',
yfirþyrmandi vindhviða. A
næsta augnabliki fann ég, að
eirihver hrinti mér fram á við,
og ég skall á höfuðið i rykið.
Það heyrðist hræðilegt, drynj-
andi hljóð, sem ég hélt, að væri
þrumuhljóð, þangað til ég sá
stóra, gróa fætur hreyfast nokkr-
um þumlungum frá höfði minu.
Ofsahræðsla hafði gripið fílana.
(Seinna frétti ég, að það hefði
verið Tony, einum filahirðanna,
að þakka, að ég komst lifs af,
en hann hafði hrint mér hrana-
lega frá fótum fílanna). Siðan
skall tjaldsúla í hnakkann á mér,
og ég fanri tjaldið leggjast ofan
á mig eins og krans.
Þegar ég rankaði við mér, var
ég í vagni Cristiani-fjölskyld-
unnar. Paraito beygði sig yfir
mig: „Ertu mikið meidd?“
spurði hann.
„Nei, mér líður vel,“ svaraði
ég. Ég gat heyrt steypiregn skella
á vagninum og storminn hrista
stóra tjaldið til. „Hvað kom fyr-
ir?“ spurði ég.
„Við lentuin í útjaðri felli-
byls“ svaraði hann. „En fíla-
hirðunum tókst að hemja fílana,
og' nú er búið að reyra stóra
tjaldið vendilega niður.“
Ég fullvissaði hann um, að
það hefði bara liðið yfir mig,
og hann fylgdi mér til búnings-
tjaldsins. Einn hliðarveggur
þess hafði rifnað af, fatasnúrur
lágu i leðjunni, og stúlkurnar
voru að klæða sig í nautabana-
búninga við lampaljós.
Sýningin hélt áfram án fleiri
óhappa, og storminn lægði um
nóttina. En nú hvíldi einhver
ofvænisblær yfir búningstjald-