Úrval - 01.10.1963, Síða 67
ELDRAUNIN Á TINDINUM
79
komust þau niSur af jökulbreið-
unni og fóru niður síðustu
brekkuna fyrir ofan bækistöðv-
arnar. Brátt voru þau komin
þangaS. Þá voru liðnir sjö
klukkutímar, síðan eldingunni
hafði lostið niSur í hellinn á
Bugabootindi.
Það var enn ofsa'stormur, en
tveir fjallgöngumenn lögðu
samt næstum samstundis af stað
með mat, svefnpoka og lyf handa
Bob Baeker. Hinir fjallgöngu-
mennirnir hjúkruðu þeim lan og
Cricket. Og nú fyrst uppgötvaði
pilturinn og stúlkan, hvað eld-
ingin hafði i rauninni gert þeim.
Hinar síðu nærbuxur Crick-
ets voru sviðnar í burt vinstra
megin, og vinstri fótlegguiinn
hafði brunnið illilega. Það var
líkt og peningarnir í vösum Ians
hefðu verið logsoðnir saman.
Rennilásinn á úlpu hans var
orðinn að einu samföstu málm-
stvkki. Það voru aðeins nokkur
göt á jakkanum. Yoru þau á
stærð við smápening. En renn-
blaut peysa hans og skyrta voru
ekki annað en brunnar tættlur.
Þegar félagar hans færðu hann
úr flikum þessum, datt fram-
hlið baðmullarbols hans frá.
Bakhlið bolsins var alveg horf-
in, var hún brunnin inn í hold
hans. Sá fjallgöngumaöurinn,
sem var sérfræðingur i hjálp í
viðlögum, sagði síðar um þetta
atriði: „Það var likt og einhver
hefði verið að logsjóða bak Ians
eða hefði þrýst glóandi golf-
boltum inn i það og tekið þá
síðan út aftur.“
í tvo daga hindraði veðrið
fjallgöngumennina í að ná til
Bobs Beckers. Á þriðja degi
tókst tveim mönnum með fífl-
djörfu klifri sinu að komast
upp í hellinn. Becker var dá-
inn. Hann sat í alveg sömu stell-
ingum og hann hafði verið í,
þegar þau lan og Cricket höfðu
yfirgefið hann. Maturinn var al-
veg óhreyfður. Það virtist ólík-
legt, að Bob hefði nokkru sinni
komizt til meðvitundar aftur.
Þegar þeir skáru böndin, sem
héldu honum, rann likami hans
út úr krókloppnum höndum
þeirra og fram af hengifluginu.
Lík hans hefur aldrei fundizt
og ekki heldur lík Rolfs Pundts.
í bækistöðvunum uppgötvuðu
félagar Cricket, að hún mundi
það ekki lengur, að Rolf Pundt
hafði verið með þeim á tind-
inum. En þegar þau Ian kom-
ust til læknis að fimm dögum
liðnum, var hún búin að fá
minnið að fullu aftur. Þá hafði
Ian einnig fengið fullt tilfinning-
arskyn í handlegg sinn aftur.
Auðvelt er að svara spurn-
ingunni um það, hvort þau hafi
nokkurn tíma jafnað sig að fullu