Úrval - 01.10.1963, Síða 68
80
ÚR VAL
eftir eldraunina á tindinum.
ÞaS þarf ekki annað en að hitta
þau Ian og Cricket Mackinlay
núna til þess aS fullvissa sig
um það. Kannske væri enn þá
betra aS horfa á þau þjóta á
skíðum niður fjallahliSar Kali-
forníu sem fuglinn fljúgi á-
samt eizta barninu sínu, en þau
eru nú orðin fimm aS tölu.
GETGATUR UM FYRSTU RÚSSNESKU „MÁNAKONUNA“.
Fyrsta „mánakona" Rússa verður valin vegna þess, að hún
borðar fjórðungi minna en karlmaður og notar fjórðungi minna
af hinu dýrmæta súrefni en karlmaður af hlutfallslega svipaðri
líkamsbyggingu. Slíkt hefur sannazt með tilraunum þar að lút-
andi.
Hún mun líklega verða dökkhærð, um 173 cm. og hin „Þýð-
ingarmiklu" mál hennar munu verða 91 % -63 % -89 cm. Líklega
mun hún verða móðir, vegna þess að reynsla sú, sem hún hefur
fengið við barneignir, ætti að hjálpa henni til þess að standast
álag og óþægindi þyngdarleysisins úti i geimnum betur en kona,
er ekki hefur eignazt barn. Hún mun hafa lítið samband við
mann eða börn næstu tvö ár á undan ferð sinni. Önnur þungun
gæti haft það í för með sér, að milljónum rúblna hefði verið
eytt til einskis.
Hún mun fremur verða dökkhærð en ljóshærð eða rauðhærð,
vegna þess að dökkhærð kona mun þola mögulegt geimgeisla-
regn betur en kona með Ijósri húð, sem þarf jafnvel sólhlíf til
þess að' verja sig fyrir sólargeislunum, þegar hún situr úti í
garði eða niðri á ströndinni.
Hin „þýðingarmiklu" mál hennar ættu að verða henni að meira
gagni, þegar hún kemur aftur til jarðar en uppi í geimnum.
Yuri Gagarin var nægilega myndarlegur og aðlaðandi maður til
þess að senda í auglýsingaferð um gervallan heim, en blómleg,
rússnesk, dökkhærð blómarós (91%-63%-89 cm.), sem væri þegar
búin að daðra við „karlinn í tunglinu", ætti jafnvel að geta
fengið meðlimi „John Birch“ andkommúnistafélagsins til Þess
að drekka kampavín úr blýsóluðu tunglstígvélunum hennar, henni
til heiðurs.
MancLrake í The Sunday Telegratfh.