Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 55
SJÚKDÓMA RANNSÓKNIR . .
67
úr tíðni smitnæmra sjúkdóma,
og einnig er oft um betra viður-
væri fólks að ræða en áður.
Þetta hefur aftur á móti haft
þær afleiðingar, að fólki hefur
fjölgað og meðalævin lengzt.
I.okamarkmið hrörnunarsjúk-
dómafræðinnar, sem fæst við
vandamál ellinnar, hefur verið
skilgreiut á þann liátt, að það
væri fólgið i þvi að bæta lifi
við árin, en ekki árum við líf-
ið.
Á siðasta áratug hafa vanda-
málin, sem þetta hefur leitt af
sér, komið greinilega i ljós. Þau
eru þjóðfélagslegs, hagfræðilegs
og læknisfræðilegs eðlis i senn.
Það er vaxandi þörf fyrir, að
gamalt fólk geti að minnsta
kosti unnið fyrir nokkrum hluta
daglegra útgjalda sinna og jafn-
vel enn meiri þörf fyrir, að það
geti hugsað um sig sjálft í
lengstu lög á sem flestum svið-
um. Mikið hefur orðið ágengt
við að hindra hina öldruðu í
því að leggjast í kör og verða
að meira eða minna leyti ó-
sjálfbjarga.
» »««
MAT A VERULEIKANUM.
Menntunin er gagnslaus, nema hún göfgi og veiti aukinn skap-
gerðarstyrk. Oft ýtir hún undir sjálfsbirgingshátt.
Hver kannast ekki við hæðnisbros hins lærða manns, þegar
hann leiðréttir ranga tilvitnun einhvers, og kvalasvipinn á ásjónu
listgagnrýnandans, þegar einhver hrósar mynd, sem honum sjálf-
um finnst ekkert í varið.
Það eru ekki meiri verðleikar í því fólgnir að hafa lesið þús-
und bækur en að hafa plægt þúsund akra. Það eru engir meiri
verðleikar í því fólgnir að geta gefið rétta lýsingu á málverki
en að geta komizt að því, hvað er að bilaðri bifreið.
Verðbréfasalinn býr einnig yfir sinni þekkingu, einnig hand-
verksmaðurinn. Vitsmunamaðurinn er haldinn heimskulegum
hleypidómum, þegar hann álítur, að hann sé sá eini, sem máli
skiptir. W. Somerset Maugham.
»»««
Haíur iítilmótlegra manna er ekki eins hættulegt og vinátta
þeirra.