Úrval - 01.10.1963, Side 38
50
ÚRVAL
myrkrinu, en sjáifstæöur og
orðfár um samkeppni sína við
þá, sem nutu ljóssins. Hefði
hann kastað ufsa í ýsuhrúguna,
hefði ég skipt um þegjandi og
látið sem minnst á því bera.
En til þess kom ekki; Halldór
kunni fullkomlega skil á fisk-
um, enda alinn upp við fiskidrátt
og fiskverkun frá blautu barns-
beini.
Á þurrkdögum fórum við svo
á reitinn. Þetta sumar lentum
við oft saman um börur; ég
var stráklingur, hann að byrja
að fella af, það þótti hæfa. Hann
breiddi fisk, tók saman, lét á
börurnar og bar á hnjótóttum
og holóttum reitnum. Ekki get
ég þó hugsað mér óhæfilegri
gangveg blindum manni en reit-
ina í Hafnarfirði. Þeir voru
lagðir úr lítt sléttu grjóti og
ekki birt um að fella í holur
á milli. En þetta lét Halldór
ekki á sig fá. Að vísu var hann
alla jafna á eftir við burðinn,
það kom svona af sjálfu sér,
en vafalaust hefði þess ekki
þurft.
Heyrnarskyn bans var nefni-
lega frábært. Hann þekkti raddir
fólks svo hundruðum skipti.
„Nei, er Jón kominn?“ sagði
hann oft, þegar einhvern Jón-
inn bar að. Margir höfðu gam-
an að þessu næmi hans á radd-
jr. Þeir heilsuðu honum, er
þeir gengu hjá, og aldrei brást,
að hann nefndi nafn þeirra,
er hann tók undir. Ég minnist
þess, að eitt sinn eftir miðnætti
inni i salthúsi, þegar margir
voru orðnir þreyttir eftir lang-
an vinnudag, að galsi hljóp í
strákana. Þeir gerðu einn út
til að reyna að blekkja Dóra.
Hann reyndi að líkja eftir verk-
stjóranum og kallaði eitthvað
til hans. Halldór leit ekki upp
frá saltpokanum, sem hann hélt
í, en anzaði að brag'ði: „Góði,
Gvendur minn, vertu ekki að
þessum bjánalátum.“ Mig furð-
aði mjög á því, hversu fljótur
hann var að þekkja raddir fólks.
Hann þekkti suma aftur, þótt
hann hefði ekki heyrt þá tala
nema einu sinni. Þetta heyrnar-
næmi var honum að sjálfsögðu
styrkur i störfum. Alls konar
hljóð, skrölt í vélum og verk-
færum og þytur af athöfnum
urðu honum til hjálpar og leið-
beiningar í myrkrinu.
—0—
Við kynntumst þetta sumar við
vaskið. Þá var næg vinna, og
allt lék í lyndi. En vinir urðum
við fyrst, þegar á bjátaði. Það
var atvinnuleysi næstu ára, sem
gerði kynninguna nánari. Heims-
kreppan sagði til sín á plan-
inu i Akurgerði ekki síður en