Úrval - 01.10.1963, Side 53
SJÚKDÓMARANNSÓIiNIR . .
65
flestum tilfellum komið eitt-
hvert eitt efni, sem taka á inn i
ákveðnu magni, sem miðast við
líkamsþunga sjúklingsins og
með vissu millibili, sem valið er
til þess að viðhalda þvi blóð-
jafnvægi, sem óskað er eftir.
Önnur þýðingarmikil þróun,
sem hefur haft mikil áhrif á
rannsóknastörf, er fólgin i þvi
breytta viðhorfi, að áður mið-
uðu rannsóknirnar eingöngu að
lækningu sjúklinga, en nú miða
þær í vaxandi mæli einnig að
þvi að koma i veg fyrir, að heil-
brigt fólk sýkist. Þær beinast
þannig mjög að viðhaldi heil-
brigðinnar.
Framfarir nútimalæknisvis-
inda eru grundvallaðar á athug-
un hinna heilbrigðu jafnt og
hinna sjúku og látnu, einkum
með tilliti til allra likamlegra
og andlegra aðstæðna umhverf-
is þeirra. Sjúkdómur er ástand,
sem hægt er að skilgreina á
þann hátt, að slíkt séu frávik frá
hinu eðlilega, og slikt þýðir, að
sá, sem að rannsóknunum vinn-
ur, verður að athuga hegðun
þeirra, sem álitnir eru eðlilegir,
jafnt og þeirra, sem sjúkir eru.
Rannsóknir sjúkrahúsanna
verður að tengja undirstöðuvís-
indagreinunum til þess að
tryggja hraða framtíðarþróun.
Mörg læknisfræðileg vandamál
eru i rauninni vandamál, er
snerta líffræði, eðlisfræði, efna-
fræði og stærðfræði. Þannig eru
upskurðir ekki lengur eingöngu
komnir undir skurðtækni, þótt
hún sé þýðingarmikil. Skurð-
læknirinn verður að gera sér
góða grein fyrir líffræðilegri og
þjóðfélagslegri afstöðu sjúklings,
jafnvægi eða jafnvægisleysi
hans, hvað efnaskipti og raf-
klofningu snertir, likamsstarf-
semi hans, hvað snertir næringu
og öndun, blóðrás, lifur og nýru.
Sjúkdómsrannsóknir eru nú
ekki lengur framkvæmdar við
rúm hins sjúka án tengsla við
rannsóknastofuna. Á fyrri helm-
ingi aldarinnar greindust lækna-
vísindin í ótal sérgreinar. Nú á
síðari helmingnum eru lækna-
vísindin að tengjast æ meir öðr-
um fræðigreinum, sem hvila
heinlínis á undirstöðuvisinda-
greinunum.
Ríkisstjórnir og alþjóðleg
samtök veita rannsóknum æ
meiri stuðning, og því beinist
athyglin nú að rannsóknum
sjúkdóma, sem áður fyrr var
ekki mikill áhugi á innan lækna-
vísindanna.
Athyglin beinist í æ vaxandi
mæli að geðsjúkdómum og „ó-
læknandi“ (króniskum) hrörn-
unarsjúkdómum, svo sem gigt,
hjartasjúkdómum, æðakölkun og
sykursýki, og rannsóknir auk-
ast á þessum sviðum, og reynt