Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 71
HEILLARÁÐ KAISERS . .
83
izt á hendur sktlldbindingu
frammi fyrir vitnum. Nú varð
ég að láta hendur standa fram
úr ermum. Nú, fyrst setti ég
upp skilti, sem á stóð, að við
afgreiddum myndir sama dag
og þær væru teknar. Húsbónd-
inn sagði, að það væri ekki
liægt. Ég fullvissaði hann um,
að ég gæti lagt á mig aukastarf,
sem slíkt útheimti, og ég gerði
þaö líka. Ég' vann stundum til
klukkan 4 að morgni. Húnbónd-
inn aðvaraði mig og sagði, að
ég myndi fá taugaáfall. En þá
kom nokkuð furðulegt í ljós. Ég
þreyttist ekkert, þótt ég ynni
18 tíma á sólarhring. Ég var að
stefna að vissu marki. Ég tók
að hafa óskaplega gaman af starf
inu. Ég þurfti alls ekki eins mik-
inn svefn og fyrr. Nú jukust við-
skiptin svo, að ég varð að út-
búa nýtt Ijósakerfi í myndatöku-
salnum og skipuleggja fram-
köllun og „kopieringu“ á nýjan
liátt til þess að hafa undan. í lok
tveggja mánaða hafði gróðinn
næstum ferfaldazt. Ég varð með-
eigandi hans.“
2. Ef þú gefst ekki upp og
heldur áfram og knýja á nógu
lengi, muntu ýta burt mótstóð-
inni og yfirbuga hnncr.
Allir, sem starfa með Kaiser
eða fyrir hann, vita, hvílíkt
firnaafl þrákelkni hans er, þeg-
ar ná skal settu marki. Einn af
félögum hans segir svo: „Henry
er eins og hamingjusamur fíll.
Hann brosir og hallar sér upp
að þér. Eftir svolítinn tíma ger-
ir maður sér grein fyrir því, að
það er ekki um annað að ræða
en að halda í þá átt, sem hann
ýtir i.“
Einn fyrsti, sem uppgötvaði
þennan eiginleika Henry, var
járnvörukaupmaður nokkur, Mc
Gowen að nafni. Þegar Kaiser
var orðinn þreyttur á Ijósmynd-
unarstarfinu, sótti hann um starf
hjá McGowen sem afgreiðslu-
maður.
„Það er ekkert laust starf hjá
mér,“ sagði McGowen þurrlega.
En Kaiser kom aftur til hans.
Hann kom til hans á hverjum
degi í tvær vikur. Fimmtánda
morguninn sagði Kaiser við
hann, áður en McGowen gæfist
tækifæri til þess að segja nei
rétt einu sinni: „HerraMcGowen,
leyfið mér bara að sýna yður
eitt veigamikið atriði fyrst.“
Hann benti á liillur verzlunar-
innar og sagði: „Þér eigið nokk-
ur þúsund dollara virði af ó-
seldum búsáhöldum i hillum
þessum. Þau hafa ekki selzt,
vegna þess að það liefur fallið
á þau og þau eru ófæg'ð. Ég
skal fægja þau fyrir yrður . . .“
„Fægið fjandans ruslið. Seljið
það,“ sagði McGoyven og stundi